FréttanetiðMatur & drykkir

Bara FIMM HRÁEFNI… og þú býrð til EINFALDASTA konfekt í heimi – UPPSKRIFT

Ef þú elskar hnetusmjör þá er þetta sælgætið fyrir þig. Einfalt, fljótlegt og æðislegt þegar kaldir vindar blása úti.

Hnetusmjörskaramella

Hráefni:

2 bollar sykur

1/2 bolli nýmjólk

1/4 tsk salt

1/2 tsk vanilludropar

1 bolli hnetusmjör

Aðferð: 

Setjið sykur og mjólk í pott yfir meðalhita. Hrærið aðeins þar til sykurinn og mjólkin eru blönduð saman og látið blönduna síðan í friði. Þegar blandan byrjar að sjóða skulið þið stilla tímann á tvær og hálfa mínútu en alls ekki hræra í blöndunni. Eftir tvær og hálfa mínútu takið þið pottinn af hellunni og setjið salt, vanilludropa og hnetusmjör í hann. Hrærið með viðarsleif þar til hnetusmjörið er bráðnað og allt hefur blandast vel saman. Hellið blöndunni í form og leyfið henni að kólna alveg. Skerið þetta síðan í litla bita og njótið.