FréttanetiðMatur & drykkir

Bara eitt hráefni… og þú býrð til heimatilbúið hnetusmjör… og það er hollara en þetta sem þú kaupir út í búð – UPPSKRIFT

Hnetusmjör er í sérstöku uppáhaldi hjá okkur hér á Fréttanetinu en það er leikur einn að búa það til heima og miklu, miklu hollara en að kaupa það út í búð.

Hnetusmjör

Hráefni:

2-3 bollar hnetur að eigin vali

Aðferð: 

Hitið ofninn í 180°C.  Setjið hneturnar á ofnskúffu og bakið í 10 til 15 mínútur, eða þar til þær verða gylltar á lit. Takið úr ofninum og leyfið þeim að kólna alveg. Setjið þær í matvinnsluvél og blandið í um tíu mínútur þar til blandan er orðin að smjöri. Geymið í góðri, lofttæmdri krukku í ísskáp.