FréttanetiðMatur & drykkir

Bara ein panna… og nokkur hráefni… útkoman er LJÚFFENGT sælgæti – UPPSKRIFT

Það er fátt leiðinlegra en að fá gesti og eiga ekkert með kaffinu. Þessi uppskrift er fáránlega einföld og tryggir að þú átt alltaf kruðerí með kaffinu.

Sælgætishnetur

Hráefni:

3 msk sykur

1 1/2 tsk salt

1 1/2 tsk kanill

1/2 tsk cayenne-piparduft

1/2 tsk negull

1 1/2 msk smjör

3 msk koníak

1 msk vanilludropar

1 1/2 msk púðursykur

3 bollar pekanhnetur

Aðferð:

Hrærið sykri, salti, kanil, pipar og negul saman í skál. Setjið smjör, koníak, vanilludropa og púðursykur í pönnu og hitið yfir meðalhita. Látið sjóða og bætið svo hnetunum saman við og eldið í um 4 mínútur. Stráið kanilblöndunni yfir hneturnar og hrærið vel. Eldið í um 6 mínútur til viðbótar eða þar til sykurinn hefur bráðnað. Setjið á bökunarpappír og leyfið hnetunum að kólna.