FréttanetiðMatur & drykkir

Bara ÁTTA HRÁEFNI… og þú töfrar fram HOLLAN… og gómsætan lax – UPPSKRIFT

Þessi laxaréttur er algjört æði. Ef þú ert fyrir hollustu þá ættir þú að prófa þennan snilldar rétt.

Möndlulax

Hráefni:

500-600 g lax, skorinn í 4 bita

3/4 bolli ristaðar og saltaðar möndlur, fínt saxaðar eða malaðar í matvinnsluvél

1/4 bolli sesamfræ

2 msk ólífuolía

salt og pipar

3 msk hunang

2 msk sojasósa

1/2 tsk saxaður hvítlaukur

Aðferð:

Byrjum á sósunni. Blandið hunangi, sojasósu og hvítlauk saman. Smakkið til með salti og pipar. Setjið til hliðar.

Svo er það laxinn. Blandið möndlum og sesamfræjum saman og setjið á disk. Takið 1 msk af olíunni og penslið laxinn með henni. Þrýstið toppinum á laxabitunum í möndlublönduna og kryddið með salti og pipar. Hitið 1 msk af olíu á pönnu yfir meðalhita. Steikið laxabitana, með möndluhliðina á pönnunni, í fimm mínútur. Munið að kíkja reglulega hvort möndlublandan sé að brenna. Snúið stykkjunum við og steikið í 5-7 mínútur í viðbót. Takið stykkinn af pönnunni og hellið sósunni yfir.