FréttanetiðMatur & drykkir

Bara 3 MÍNÚTUR… og 4 HRÁEFNI… og þú þarft aldrei aftur að kaupa majónes úti í búð – UPPSKRIFT

Það er leikur einn að búa til majónes heima og heimagert majónes er alveg yndislega ferskt á bragðið. Við mælum með þessari uppskrift.

Heimagert majónes

Hráefni:

1 egg

1/2 tsk salt

1 msk ferskur sítrónusafi

100 ml ólífuolía

Aðferð:

Blandið eggi, salti og sítrónusafa saman í skál. Hellið ólífuolíunni varlega saman við á meðan þið hrærið með handþeytara í blöndunni. Hrærið saman þar til majónes myndast og olían er búin að blandast hinum hráefnunum. Hellið í krukku og berið fram eða geymið í ísskáp í allt að 4 daga.