FréttanetiðMatur & drykkir

BANANI… HAFRAMJÖL… KANILL… þessi morgunmatur getur ekki klikkað – UPPSKRIFT

Við mælum með því að þið prófið þennan frískandi drykk í morgunmat. Hann er algjört æði!

Möndludrykkur

Hráefni:

1 bolli möndlumjólk

1 frosinn banani, skorinn í sneiðar

3 msk haframjöl

2 msk möndlusmjör

smá kanill

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum vel saman í blandara og bætið við meiri mjólk ef ykkur finnst drykkurinn of þykkur. Hellið í tvö glös og skreytið með smá meiri kanil ef vill.