FréttanetiðFólk

Ef þú vilt LÉTTAST… skaltu BÆTA ÞESSU við mataræðið þitt

Ef þú vilt lækka töluna á vigtinni þinni og láta þér líða betur skaltu halda áfram lestrinum.  Það er vitað mál að kaloríufjöldinn skiptir miklu máli ef þú ert í stríði við vigtina þína. Það fyrsta sem þú skalt gera ef þú ert að hugsa um að létta þig er að hreyfa þig daglega, taka til í ísskápnum þínum og tæma nammiskápinn þinn eða nammiskúffuna á heimilinu og það strax í dag.

Engin fæða inniheldur núll hitaeiningar en engu að síður viljum við ráðleggja þér að bæta eftirfarandi fæðutegundum við lífstílinn þinn því þetta hráefni er nánast hitaeiningalaust og svo er það líka svo hollt.

Aspas
Aspas inniheldur kalíum, smá prótein, fólínsýru og trefjar. Aspas er bragðgott og gerir heilmikið sem viðbót á diskinn þinn. Gúgglaðu uppskriftir og vittu til – heill heimur opnast fyrir þér.

Sellerí 
Sellerí stiklarnir eru mjög háir þegar kemur að vatnsmagni. Tveir stilkar af sellerí innihalda aðeins um 15 hitaeiningar. Sellerí er gott snarl og það er mjög gott í súpur, til steikingar eða í smootie-djúsinn þinn.

Blómkál
Blómkál er ljúffengt grænmeti sem er mjög gott sem snarl og það sem betra er – það er svakalega lágt í hitaeiningum.  Hefur þú prófað að  búa til blómkálspizzu?

Agúrka
Gúrkur eru einnig hluti af þessum næstum því hitaeiningasnauða hópi þar sem einn bolli, fullur af gúrku sneiðum inniheldur aðeins 16 hitaeiningar. Gúrkan er lágkaloríusnarl sem er æðislegt með smá salti og pipar.

Hvítkál
Hvítkál er súperfæða sem er mjög lág í koloríufjölda og full af trefjum.  Hvítkál er talið  koma í veg fyrir bæði hjartasjúkdóma og krabbamein. Ein stór lúka af hvítkáli inniheldur aðeins 4 hitaeiningar.

selleri
Sellerí dregur úr streitu, bólgum og hreinsar þvagrásina – lesa meira HÉR.
engifersigga
Engifer ræðst á krabbameinsfrumur – sjá HÉR.