FréttanetiðHeilsa

Aukakílóin geta bætt heilsuna

Við erum að drukkna í skilaboðum frá heilsupostulum sem segja okkur að grenna okkur heilsunnar vegna. Nýjar rannsóknir sýna hins vegar fram á að smá auka-fita getur í raun bætt heilsuna.

Rannsakendur fundu út að safi úr ensýmum úr fituvef stýrir orku stuðlum í heilanum og hvernig hann bregst við vöntun á fæðu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að það hlyti að vera kjör-fitumagn til að auka lífslíkur og heilsufar.

,,Við sýndum fram á að fituvefir stýra virkni heilans á mjög athyglisverðan máta,” sagði prófessor Shin Ichiro-Imai sem starfar við Læknaháskólann í Washington í St. Louise.

Kjör-fitumagn breytilegt eftir einstaklingum
,,Niðurstöðurnar gefa til kynna að það sé ákjósanlegt magn fituvefja sem örvar mest virkni stjórnstöðvar heilans sem fer með öldrun og langlífi. Við vitum samt ekki enn nákvæmlega hvert kjör-fitumagnið er né hversu breytilegt það er hjá einstaklingum.  En við vitum samt að  minnsta kosti að hjá músum, ef þær hafa ekki nóg af lykilensíminu sem er framleitt af fitu, getur mikilvægur hluti heilans í þeim ekki viðhaldið orkustuðli sínum,” sagði Imai jafnframt.

Þessi uppgötvun útskýrir að fyrri rannsóknir sem sýndu að þeir sem eru aðeins yfir kjörþyngd hafa betri og meiri lífslíkur.

magi1

Yfir kjörþyngd = færri heilsufarsvandamál
,,Eftir því sem aldurinn færist yfir er fólk sem er aðeins yfir kjörþyngd er það líklegra til að hafa færri vandamál varðandi heilsufar. Enginn veit af hverju þeir sem eru aðeins þybbnari bókstaflega lifa örlítið lengur en rannsóknir sýna hins vegar fram á að ef þú hefur ekki ákjósanlega aukafitu gæti það haft áhrif á hluta heilans sem stýrir efnahvörfum og öldrun,” sagði Shin Ichiro-Imai.

Prófessorinn og samstarfsfólk hans skoðaði gaumgæfilega hvernig frumur framleiða og nýta orku og hvaða áhrif þær hafa á öldrun og hvernig þær vinna. Þá fékk rannsóknarhópurinn líka aðrar niðurstöður sem sýna fram á mikilvægi ensýma sem kallast NAMPT en þau framleiða lífsnauðsynlegt eldsneyti fyrir frumur sem kallast NAD en NAMPT er talið vera það sem býr til orkugjafann innan í frumunum.

Þá uppgötvaði teymið líka að fituvefir strokuðu út mikið af NAMPT sem endaði síðan fyrir utan frumurnar og fór inn í hringrás blóðsins í líkamanum.  ,,Fram hafa farið miklar deilur um það hvort utanfrumu NAMPT hafa einhverja sérstaka virkni í líkama mannsins. Sumir sérfræðingar segja að þetta sé bara leki frá dauðum frumum. En niðurstöður okkar gefa til kynna að þetta sé hávirkt ensými sem hefur mikla stjórn,” sagði prófessorinn.

magi

Mýs notaðar við rannsóknina
Með því að fituvefir verði svona reglulega NAMPT er líklegt að það hafi einhverja mikilvæga virkni einhvers staðar í líkamanum. Til að finna út hver þessi virkni væri ræktuðu vísindamennirnir mýs sem skorti getuna til að framleiða þetta ensými með fituvefjum sínum.

,,Það kom okkur ekki á óvart að orkustuðlar í fituvefjum féllu gríðarlega þegar hann skorti þetta lykil-ensým.  Þetta hafði engin áhrif á aðra vefi eins og til dæmis lifrina og vöðvana. En þetta hafði áhrif á eina fjarlæga stöð og það var undirstúka heilans,” sagði hann en undirstúka heilans er þekkt fyrir að hafa mikilvægt hlutverk við að viðhalda lífefnafræðilegum ferlum í líkamanum. Þar má nefna að hún heldur líkamshitanum stöðugum, viðheldur jafnvægi á svefni, sér til þess að það sé gott jafnvægi á hjartslætti, blóðþrýstingnum, þorsta og matarlyst.

Mýs með lítið af NAMPT í fituvefjum höfðu lága orkustuðla í undirstúkunni. Þessar sömu mýs hreyfðu sig líka minna en mýsnar sem höfðu nægt NAMPT. Eftir að hafa rannsakað hvað gerist með mýs með fituvefi, sem ekki framleiða NAMPT, gerði rannsóknarhópurinn annars konar tilraun og skoðuðu mýs sem framleiða meira NAMPT úr fituvefjum en venjulegt er.  Útkoman var sú að mýs sem höfðu mikið af NAMPT í fituvefjum sínum voru líkamlega virkar og þá sérstaklega eftir föstu.  Það virtist ekki raska ró músanna að vera án matar yfir ákveðið tímabil og þær höfðu svipaða virkni á NAMPT framleiðni og mýs sem ekki voru látnar fasta.

Vísindamennirnir vildu í framhaldinu athuga hvort ofgnótt NAMPT í fituvefjum lengdi lífskeið músa og þeir fundu það út að þeir gátu yfir stutt tímabil aukið hreyfivirkni músa með lágt NAMPT með því að sprauta í þær NMN sem er efnablandan sem NAMPT framleiðir.

Prófessorinn rannsakar í dag NMN sem mögulega leið til að hafa áhrif á öldrunarsjúkdóma. Hann er með tilgátur um að merki frá NAMPT frá fituvefjum, sérstaklega tengt föstum, megi þjóna fólki til að komast af og leysa ýmis vandamál. Hann sagði: ,,Þetta mundi virka vel úti í náttúrunni. Ef þú fengir enga fæðu og sætir bara og biðir eftir að eitthvað gerðist mundirðu aldrei lifa af þannig að heilinn, sem vinnur í samstarfi með fituvefjunum, hann ýtir þér af stað og hjálpar þér að komast lífs af,  jafnvel þegar fæðan er lítil eða engin.”

Heimild:  Tímaritið Cell Metabolism.