FréttanetiðMatur & drykkir

Áttu FIMM MÍNÚTUR? Bakaðu þá þessa… geggjuðu súkkulaðiköku – UPPSKRIFT

Þessi kaka er algjör dásemd og þú getur hrært í hana í einni skál og það tekur bara fimm stuttar mínútur.

Geggjuð súkkulaðikaka

Hráefni:

2/3 bolli kakó

2 bollar sykur

1/2 bolli flórsykur

1 tsk salt

1 bolli hveiti

1 tsk skyndikaffi

2 lúkur súkkulaðibitar

3 egg

2/3 bolli olía

2 msk vatn

1 msk vanilludropar

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og takið til form, sirka 20 x 20 sentímetra. Blandið öllum þurrefnum saman og bætið síðan eggjum, olíu, vatni, vanilludropum og súkkulaðibitum saman við. Hellið blöndunni í formið og bakið í 30 til 45 mínútur.