FréttanetiðFólk

Áttu erfitt með SVEFN?… Hér eru 12 slæmir svefnsiðir sem þú skalt FORÐAST

Hér má sjá 12 svefnvenjur sem þú ættir í lengstu lög að forðast, sérstaklega ef þú þjáist af svefnskorti.

1. Ef þú elskar að lesa á kvöldin skaltu breyta tímasetningunni og lesa aðeins fyrr. Þar að auki er vert að muna að bókin svæfir þig ekki.

2. Áður en þú ferð að sofa skaltu fara með öll rafrænu tólin þín og út úr rýminu. Ef þú notar tölvuna þína eða farsíma rétt áður en þú ferð að sofa skaltu fara með þessa hluti fram. Birtustig skjásins hefur það mikil áhrif á heilann að hann nær ekki að hvílast.

3. Ekki leggja þig yfir daginn. Bara alls ekki. Venjur skipta máli og þú skalt koma reglu á svefntíma þinn.

4. Þú ættir að velja vekjaraklukku með birtudeyfi á skjánum. Björt vekjaraklukka hefur svipuð áhrif og tölvuskjár eins og segir í lið 2.

5. Koffín skaltu ekki neyta 4 kukkustundum áður en þú ferð að sofa.

6. Sælgæti eða snakk er bannað upp í rúmi. Fyrir svefninn skaltu ekki borða ,,ruslfæði”.

7. Ekki taka erfiða æfingu rétt fyrir háttatíma. Göngutúr er í góðu lagi.

8.  Þú ættir aldrei að fjárfesta í ódýrri óþægilegri dýnu. Hágæða dýna skiptir öllu svo að hvíldin verði þægileg.

9. Þú ættir að borða kvöldmat að minnsta kosti tveimur klukkustundum fyrir háttatíma.  Ef maginn er fullur mun líkami þinn halda þér vakandi á meðan hann meltir fæðuna.

10. Ekki hika við að nota hitapoka eða sokka ef þér er kalt.

11. Forðastu drykki áður en þú ferð að sofa.  Til dæmis, ef þú drekkur glas af vatni 1-2 klukkutíma fyrir svefn, vaknar þú eflaust 2-3 sinnum til að fara á baðherbergið.

12. Gerðu áætlun fyrir svefninn. Byrjaðu á því að fara á klósettið, bursta tennurnar og þvo andlit á hverju kvöldi áður en þú ferð að sofa. Rútína er góð.

svefn1
Sérfræðingur mælir með þessum rúmum. Sjá meira HÉR.

konursvefn
Konur þurfa að sofa 2x lengur en karlar. Sjá meira HÉR.