FréttanetiðHeilsa

Áttu erfitt með að sofna á kvöldin? Það er ekkert mál… að breyta því… vittu til… þetta VIRKAR

Ef þú getur ekki sofnað á kvöldin getur það tengst því sem þú ert að drekka rétt fyrir svefninn.

Ef þú færð þér grænt te ættirðu að prófa jurtate

Þó grænt te sé ekki eins örvandi og kaffi er samt koffín í því og þess vegna er mun betra að drekka til að mynda piparmyntute fyrir svefninn til að hjálpa þér að róa þig niður.

Ef þú færð þér appelsínusafa ættirðu að prófa kirsuberjasafa

Í mörgum söfum, eins og appelsínusafa, er mikið magn af sykri sem veitir þér orku. En í kirsuberjasafa er melatónín sem er náttúrulegt efni sem hjálpar þér að hvíla þig.

Ef þú færð þér áfengi ættirðu að fá þér volga mjólk

Þú heldur kannski að þessi eini áfengi drykkur eigi eftir að slaka á taugunum fyrir svefninn en hann getur haft öfug áhrif. Glas af volgri mjólk róar þig frekar niður og mun líkami þinn þakka þér fyrir þessi skipti þegar líða fer á daginn.