FréttanetiðHeimili

ÁTTA LEIÐIR… til að minnka MATARSÓUN… og spara pening

Það er staðreynd að við hendum alltof mikið af mat en hér eru átta leiðir til að minnka þessa matarsóun og spara helling af pening í leiðinni.

1. Safnið afgöngum saman

Eldið meira en þið haldið að þið munið borða. Setjið afganga í poka og inn í frysti. Þegar þið eruð komin með nóg af afgöngum fyrir heila máltíð þá er gaman að blanda afgöngunum saman á skemmtilegan hátt. Hver veit, þið gætuð uppgötvað alveg nýja samsetningu sem leikur við bragðlaukana.

2. Kaupið dósamat

Það er sniðugt að kaupa ódýran dósamat, eins og alls kyns baunir, því það er frábært að blanda þeim saman við afgangana. Maturinn verður meiri og próteinríkari ef þið veljið til dæmis réttu baunirnar.

3. Nýtið grænmetið

Ef að þið eigið grænmeti á síðasta snúningi þá er um að gera að steikja það með ódýrum núðlum eða pasta. Ef að það er afgangur þá bara frystið þið hann.

4. Setjið eins mikið í frysti og hægt er

Það fyrsta sem þið eigið að gera þegar þið komið heim úr búðinni er að frysta allt sem er hægt að frysta. Ef þið kaupið til dæmis mikið magn af kjöti eða fiski skulið þið skipta því niður í einingar og frysta eins mikið og hægt er.

5. Frystið ferskar kryddjurtir

Kryddjurtir eru fljótar að skemmast en það er ekkert mál að frysta þær líka. Saxið þær niður og setjið þær í ísmolabakka með smá vatni. Þá haldast þær ferskar og dásamlegar.

6. Eða sleppið fersku kryddjurtunum

Ertu ekki hrifin/n af ferskum kryddjurtum? Ekki hafa áhyggjur – þú getur alltaf notað 2-3 teskeiðar af þurrkuðum kryddjurtum í staðinn fyrir 1 matskeið af ferskum.

7. Láttu ímyndunaraflið ráða för

Það er hægt að elda til að mynda einn kjúkling á ótal vegu. Ekki henda einum einasta bita heldur nýtið kjötið út í ystu æsar. Svo getið þið notað beinin til að búa til ódýrt kjúklingasoð sem er æðislegt í súpur og kássur.

8. Búið til súpu

Blandið saman eftirlætis grænmetinu ykkar, vatni (eða fyrrnefndu soði) og kryddum og þá eruð þið komin með frábæran súpugrunn. Ef þið viljið hafa súpuna matarmeiri getið þið bætt við smá mjólk. Síðan getið þið skipt súpunni niður í nokkur box og fryst hana. Það tekur enga stund að afþýða hana í potti og sparar uppteknu fólki mikinn tíma.