FréttanetiðHeimili

ÁTTA EITRAÐIR hlutir… sem er að finna á heimilinu þínu

01Það er ótrúlegt hvaða eiturefni leynast á heimilinu ef vel er að gáð. Hér eru átta af þeim – lesið þetta vel og vandlega.

1. Vatnsflöskur

Bisphenol A, eða BPA, er notað í framleiðslu á glæru plasti. BPA hermir eftir estrógeni í líkamanum og getur því verið hættulegt börnum. Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið bannaði efnið í pelum árið 2012 en leyfilegt er að nota BPA í öðrum plastflöskum. Ef þið eruð að ferðast erlendis eru flöskur oftar merktar sérstaklega ef þær innihalda ekki BPA. Þar með er ekki öll sagan sögð. Það sem kemur oft í staðinn fyrir BPA er bisphenol S, eða BPS, og á margt sameiginlegt með BPA. BPS getur nefnilega truflað frumustarfsemi sem getur valdið alvarlegum, heilsufarslegum vandamál.

Hvað er til ráða?

Ekki velja flöskur með efni sem byrjar á BP. Notaðu frekar endurnýtanlegar flöskur úr ryðfríu stáli eða gleri.

2. Plastílát

Phtalates er efnahópur sem er notaður í plastframleiðslu til að gera plastið sveigjanlegt. En þessi efni herma einnig eftir hormónum í líkamanum og trufla eðlilegan vöxt fóstra. Þá geta þessi efni einnig haft áhrif á æxlunarfærin og minnkað gæði sáðfruma. Áður fyrr var DEHP mest notaða efnið úr phtalates-hópnum en þar sem það var talið hafa slæm áhrif á heilsuna var því skipt út fyrir önnur phtalates-efni, nefnilega DINP og DIDP. Þessi tvö efni hafa hins vegar verið tengd við hækkaðan blóðþrýsting, insúlínmótstöðu í fullorðnum og fæðingargalla í ungum drengjum.

Hvað er til ráða?

Forðist plastfilmu og plastílát ef þið getið og veljið frekar álpappír, glerkrukkur eða keramikílát. Og ekki setja mat í örbylgjuofn í plastíláti.

3. Teppi

Efni sem eru notuð í teppi þannig að þau hrindi frekar frá sér blettum og óhreinindum hafa verið tengd við mikið af heilsufarslegum vandamálum. Þessi teppi innihalda líklega efnið PFOA sem hefur verið tengt við krabbamein og skjaldkirtilssjúkdóma.

Hvað er til ráða?

Ef þú vilt endilega fá þér teppi veldu þá teppi úr náttúrulegu efni eins og til dæmis ull eða sísalhampi. Og ekki teppaleggja heilu rýmin heldur veldu frekar stóra mottu sem er auðveldara að þrífa ef eitthvað hellist niður.

4. Pítsakassar

Efnið PFAS er notað í ýmsar vörur eins og örbylgjupoppspoka, tjöld og pítsakassa. Kassarnir eru líklega húðaðir með efninu til að hindra það að fitan gegnsósi kassann. Þetta efni hefur verið tengt við fæðingargalla og krabbamein.

Hvað er til ráða?

Biddu um að fá pítsuna í álpappír og forðastu kassana eins og heitan eldinn. Svo er líka þjóðráð að bara búa sjálfur til pítsuna.

5. Örbylgjupopp

Efnið diacetyl er notað í smjörlíki og það hefur verið tengt við lungnasjúkdóma sem eru stundum kallaðir poppkornslungu meðal starfsmanna í poppkornsverksmiðjum. Hætt var að nota efnið í kringum 2005 en efnið sem kom í staðinn, 2,3 pentanedione, hefur verið tengt við öndunarerfiðleika.

Hvað er til ráða?

Forðastu örbylgjupopp sem inniheldur gerviefni. Best er náttúrulega að poppa sjálfur.

6. Handspritt

Efnið triclosan hefur verið notað til að drepa sýkla áratugum saman og finnst í til dæmis handspritti og tannkremi. En triclosan hefur verið tengt við hormónavandamál og veldur krabbameini í lifur í músum. Framleiðendur eru smátt og smátt að skipta triclosan út fyrir benzalkonium chloride en það efni ýtir undir astma.

Hvað er til ráða?

Sleppið handsprittinu og notið sápu og vatn í staðinn.

7. Sófar

Næstum því öll bólstruð húsgögn innihéltu efni sem heftir útbreiðslu elds þangað til nýlega. Þessi efni færa sig yfir í loftið, rykið og mat og geta haft slæm áhrif á heilsuna.

Hvað er til ráða?

Það er auðvelt að forðast þessi efni ef þú kaupir nýjan sófa. Þú þarft bara að spyrja seljandann hvort það sé ekki öruggt að þessi sófi innihaldi ekki efni sem heftir útbreiðslu elds.

8. Jarðarber

Jarðvegurinn sem jarðarber vaxa í er oft sótthreinsaður með eiturgufum áður en jarðarberjum er plantað. Þá er efnið methyl bromide oft notað en nú hafa framleiðendur dregið úr því þar sem það eyðir ósonlaginu. Framleiðendur hafa skipt því út fyrir methyl iodide en það hefur verið tengt við krabbamein og fósturlát.

Hvað er til ráða?

Það er mun betra að velja lífræn jarðarber en þá er oft ódýrara að kaupa þau frosin.