FréttanetiðHeilsa

Átta ástæður fyrir því… að þú færð ekki FULLNÆGINGU

Á vefsíðu tímaritsins Cosmopolitan er farið yfir algengustu ástæðurnar fyrir því að konur fá ekki fullnægingu.

1. Þú tekur lyf sem gerir fullnægingu nánast ómögulega

Lyf við til dæmis kvíða og þunglyndi geta haft áhrif á kynlífshormón í líkamanum og leiða það af sér að sá sem lyfin tekur fær ekki fullnægingu.

2. Þú hefur eingöngu samfarir þar sem limur fer inn í leggöng

Eingöngu um helmingur kvenna getur fengið fullnægingu með þeim máta þannig að þú ættir að hugsa um að nota hjálpartæki ástarlífsins í kynlífinu eða örva snípinn með fingrunum.

3. Þú færð ekki nægan, eða engan, forleik

Ef þú færð ekki nægan forleik verðurðu að segja elskhuga þínum frá því.

4. Þú ert of stressuð til að njóta kynlífs

Margar konur hafa áhyggjur af ýmsu á meðan þær stunda kynlíf, eins og til dæmis að verða óléttar, smitast af kynsjúkdómi eða hvort elskhugi þeirra er þeim trúr. Þá er erfitt að einbeita sér að kynlífinu og njóta sem gerir það nánast ómögulegt að fá fullnægingu.

5. Þú veist ekki hvað virkar fyrir þig

Prófið að stunda sjálfsfróun á meðan þið stundið kynlíf til að kynnast líkama ykkar og kynfærum.

6. Þú setur of mikla pressu á þig að fá fullnægingu fljótt

Ekki hafa áhyggjur af því hvað þú ert lengi að fá það. Þá eru yfirgnæfandi líkur á að þú fáir alls ekki fullnægingu. Reyndu að hugsa ekki um hvað það tekur langan tíma en að njóta frekar.

7. Kannski þarftu sleipiefni

Um fjörutíu prósent kvenna framleiða ekki nóg af náttúrulegu sleipiefni til að njóta kynlífs þannig að þú þarft kannski að fjárfesta í sleipiefnatúpu.

8. Það gæti verið eitthvað líffræðilegt að þér

Kannski er kominn tími til að þú leitir aðstoðar hjá kvensjúkdómalækni því það getur verið að það sé eitthvað að þér sem hindrar það að þú fáir fullnægingu.