FréttanetiðÚtlit

ÁTTA ÁSTÆÐUR… fyrir því… að hárið þitt er FITUGT

Það er afskaplega hvimleitt að vera með fitugt hár en það er alveg ótrúlega auðvelt að forðast það. Hér eru átta ástæður fyrir því að hárið þitt er fitugt.

1. Þú ert alltaf að snerta það

Hættu að fikta í hárinu þínu, hvort sem það er hluti af daðri eða út af því að þér leiðist. Með þessu seturðu olíuna úr fingrunum í hárið og hárið verður fitugt.

2. Þú þværð það of oft með sjampói

Ef þú notar sjampó daglega þá tekurðu náttúrulegar olíur úr hársverðinum þannig að hann framleiðir meira af olíu til að bæta fyrir tapið. Prófaðu að þvo bara hárið með sjampói annan hvorn dag. Þú sérð strax mun.

3. Þú nota of mikla hárnæringu

Þú gætir verið að nota vitlausa hárnæringu eða þú þværð hana ekki almennilega úr. Þetta tvennt veldur því að hárið er fitugt. Og prófaðu að setja bara næringu í endana – það hjálpar líka.

4. Þú greiðir hárið of oft

Með þessu örvar þú olíuframleiðslu í hárinu sem við fyrstu sýn er glansandi fagurt en verður stuttu seinna fitugt.

5. Hárburstinn þinn er skítugur

Alls kyns óhreinindi geta lifað í hárburstanum þínum þannig að passaðu að þvo hann reglulega.

6. Það er of mikið hár í hárburstanum

Ef hárið þitt er fitugt þá ættirðu ekki að bursta það með hárbursta sem geymir fitugt hár. Passaðu að fjarlægja öll hár eftir hverja burstun.

7. Þú velur vitlausar hárvörur

Forðastu vörur sem lofa glansa og næringu og veldu einhverjar sem henta þínu hári.

8. Þú nota of mikið af hárvörum

Ef þú elskar til dæmis þurrsjampó þá verðurðu stundum að gefa hárinu frí og hreinsa það, til dæmis með hármaska.