FréttanetiðFréttir

ATHUGIÐ ATHUGIÐ… þetta er besti tími dagsins… til að fá fullnægingu

Oft hefur því verið haldið fram að það sé best að stunda kynlíf snemma á morgnana en hormónafræðingurinn Alisa Vitti segir hins vegar að besti tími dagsins til að fá fullnægingu sé klukkan þrjú síðdegis.

Alisa segir í viðtali við Daily Mail að mikið af hormóninu kortisón finnist í líkama kvenna á þessum tíma sem gerir þær orkumeiri og viðbragðsskjótari. Á sama tíma er mikið magn af kvenhormóninu estrógen í líkama karla sem gerir þá tilfinninganæmari í kynlífi. Þá er minna magn af testósteróni í líkama þeirra á þessum tíma sem gerir það að verkum að þeir eru ekki að flýta sér að fá fullnægingu.

Slæmu fréttirnar eru að þetta er afar óheppilegur tími fyrir flest vinnandi fólk en auðvitað er alltaf hægt að bregða á leik og taka sér aðeins lengri kaffipásu.