FréttanetiðMatur & drykkir

Eftirréttur ÁSTARINNAR… þessi er málið fyrir ÁSTINA þína – UPPSKRIFT

Við erum búin að finna fullkominn eftirrétt til að koma ástinni þinni á óvart. Og það tekur enga stund að gera hann.

Jarðarberjasæla

Hráefni:

200 g fersk jarðarber

5 msk sykur

60 ml mjúkur rjómaostur

1/2 tsk vanilludropar

1/2 msk appelsínulíkjör (má sleppa)

180 ml kaldur rjómi

Aðferð:

Setjið jarðarber og 3 matskeiðar af sykri í matvinnsluvél og hakkið vel saman. Bætið rjómaosti, vanilludropum og líkjör saman við og blandið vel saman.

Stífþeytið rjóma með 2 matskeiðum af sykri. Bætið jarðarberjablöndunni saman við og þeytið á lágum styrk þar til allt er blandað saman. Passið ykkur að blanda ekki of lengi. Blandan á að vera mjúk og á áferðin að vera líkust raksturssápu.

Setjið blönduna í tvær eftirréttaskálar og skreytið til dæmis með söxuðu hvítu súkkulaði, fleiri jarðarberjum eða ferskri myntu. Setjið plastfilmu yfir og kælið í ísskáp í að minnsta kosti 1 klukkustund.