FréttanetiðOMG

Hún er 24 ára… og eyðir FIMM MILLJÓNUM á ári… í LÝTAAÐGERÐIR – MYNDBAND

Háskólanemandinn Julia Stakhiva, 24 ára, á moldríka foreldra sem borga allt undir hana. Julia er með aðstoðarmann sem passar að hún verði ekki of full þegar hún fer á djammið og svo vílar Julia ekki fyrir sér að fljúga landa á milli til þess eins að fara í klippingu.

Julia á meira en hundrað handtöskur sem kosta um 6000 dollara, um 740 þúsund krónur, stykkið. Þá á hún myndarlegt safn af loðfeldum sem er metið á um 53 milljónir. Julia eyðir einnig 43 þúsund dollurum, um 5,3 milljónum króna, í lýtaaðgerðir á ári.

“Það geta allir verið ríkir en það geta ekki allir verið fallegir. Ég veit að auðugt fólk er ekki afbrýðisamt út í skó og handtöskur – það öfundar fólk af útlitinu,” segir Julia í viðtali við News Dog Media.

julia-stakhiva-main-zoom-e03f5c2e-843a-4ca4-8e64-247207f726d7

“Þess vegna er mikilvægt fyrir mig að vera falleg, mjó og með flott hár.”

Julia hefur meðal annars látið sprauta í varir sínar og látið minnka kinnar sínar.

“Mér finnst að allir ættu að byrja að fara í lýtaaðgerðir á unga aldri. Það er betra að safna fyrir fegurðarmeðferðum en að eyða peningum í mat,” segir stúlkan.

“Maður getur annað hvort setið heima allan daginn og borðað pítsu eða farið út í hinn stóra heim og fengið sér Botox,” bætir hún við og segir að foreldrar hennar séu sammála.

julia-stakhiva-pre-surgeries-zoom-d0c047ac-29ad-46e0-afe9-57620d614369

“Þeir kenndu mér að bæta mig svona og þeir sjá hæfileika mína. Það er markmið mitt í lífinu að njóta velgengni. Ég passa ekki í skrifstofustarf því ég klæði mig vel og er vel menntuð. Vinir mínir og fjölskylda sjá mig sem leiðtoga þannig að ég held að ég geti ekki unnið undir neinum á vinnustað eftir háskólann.”