FréttanetiðÚtlit

ANDREA: Það skiptir öllu að vinna með skemmtilegu og hæfileikaríku fólki

AndreA - Fashion show 2014 from MrOlason on Vimeo.

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður,  39 ára, flettir hér með okkur í gegnum myndaalbúm tískuverslunarinnar Andrea sem hún á og rekur bæði á internetinu og í Hafnarfirði. Andrea sem hefur verið viðloðandi tískugeirann á Íslandi síðan hún var unglingur veit að félagsskapurinn skiptir miklu máli þegar frumkvöðlastarf er annars vegar.

andreableik
Andrea lærði fatahönnun í Margrethe-skolen í Kaupmannahöfn.

„Núna erum við með margar nýjungar í vinnslu. Það er bæði krefjandi, lærdómsríkt og gaman,” segir Andrea þegar tal okkar hefst og hún byrjar að fletta í gegnum myndirnar sem sjá má neðar í grein.

slideshow_1

Ertu ein á bak við Andreu? „Nei, ég er svo lánsöm að vera í æðislegu teymi sem ég kalla „Dream Team” og já það skiptir öllu að vinna með skemmtilegu og hæfileikaríku fólki.  Hvert rúm er virkilega vel skipað . Mannauðurinn skiptir öllu – hann er við; AndreA.”

andreateymid

Draumateymið.  Erla B. Hjartar verslunarstjóri, Óli Óla meðeigandi, framkvæmastjóri – grafiskur hönnuður og arkitekt, Andrea, Íris Hrund Þorsteinsd, Sigga Elefsen, Asta Kvedariene klæðskeri og vöruþróun,  Magndís A. Waage framleiðslustjóri og Sóley Þorsteinsdóttir. Á myndina vantar Gunnu Mikk og Elfu Björk Ólafsdóttur,” segir Andrea.

Skrollaðu niður og sjáðu hvernig annasamur vinnudagur er hjá Andreu.

ANDREAMEVINKONU
Ég og Aldís Pálsdóttir ljósmyndarinn okkar.”
Andrea- Asta -Maddy = saumastofan
Andrea, Ásta og Maddý. Við erum saumastofan.”

Þegar talið berst að hönnun Andreu segir hún: „Til að nefna eitthvað þá erum við nýkomnar með hálsmen og armbönd sem passa fullkomlega með fötunum okkar. Eins er að fæðast okkar fyrsta taska eða veski úr leðri og við erum að gera handgerðar pallíettu flíkur. Svo eru fleiri verkefni sem við erum að vinna í sem koma í ljós með vorinu,” segir hún og flettir í gegnum myndirnar sem sjá má hér.
10x15cm140404_14.24.48
„Glamúrinn er oft á teikniborðinu enda leggjum við áherslu á að eiga gott úrval af fínni fötum eins og síðkjólum, kjólum og samfestingum fyrir sérstök tilefni.”
15x30cm150121_19.49.30
„Vorlínan okkar sem er að miklu leyti komin í verslunina samanstendur af hlýjum fallegum flíkum í stíl við veðurfarið.”
15x30cm150121_20.07.01
„Peysur, húfur, treflar og klútar eru áberandi í printum ásamt ómissandi poncho og slám.”
15x30cm150121_20.34.38 15x30cm150121_22.32.42
„Við leggjum líka mikinn metnað í mynstrin okkar en þau gera fötin eftirtektarverð og öðruvísi.”
15x30cm150121_23.46.09
„Við leggjum mikla áherslu á að sniðin séu falleg, klæðileg og umfram allt þægileg.”
andreaivinnu
Annasamur vinnudagur í lífi Andreu

„Það skemmtilega við þetta starf er að það er enginn dagur eins. Ég er alltaf með langan to do-lista og er glöð þegar ég er að mjakast niður hann en það er fljótt að hlaðast neðar á listann þannig að hann er eiginlega endalaus,” segir Andrea áður en hún hefur upptalninguna:

07:00 Ég vakna alltaf klukkan sjö og byrja á því að koma krökkunum í skólann.
08:30 Síðan á ég smá me-time en þá fer ég í sund ef veður leyfir og mæti svo niður á saumastofu og skrifstofu. Þar bíða mín óteljandi verkefni sem eru mismunandi eftir dögum.
10:00 Til að nefna eitthvað þá fer ég yfir fullt af efnaprufum frá síðustu sýningum og panta efni. Ég sit fund með teyminu okkar þar sem farið er yfir það sem er næst á dagskrá. Ég er mikið í  samskiptum  við aðila erlendis sem við vinnum með – stundum hitti ég aðila sem ég er að vinna sérverkefni með. Fæ fólk í mælingu og mátun.
12:00 Stundum – en ekki alltaf er tími fyrir hádegismatinn.
13:00 Það eru oftar en ekki hönnun, vöruþróun, brainstorm-fundir, myndatökur eða mátanir.
15:00 Svo eru ýmis verkefni sem snúa að þjónustu til viðskiptavina okkar og öllu okkar social media en við erum með heimasíðu - facebook síðu – twitter – instagram og snaphat sem þarf að sinna á hverjum degi.
17:00 Svo fer ég oft í verslunina okkar og hitti viðskiptavini –  en ég elska það. Ég snatta og fer í alls konar útréttingar sem vantar hverju sinni.

 Andrea.is