FréttanetiðHeilsa

HÚN veit… hvernig þú kemst í besta FORM LÍFS ÞÍNS

Andrea Németh 30 ára flutti til Íslands fyrir tæpum sjö árum síðan en hún er frá Ungverjalandi.  ,,Ég kom til Íslands sumarið 2011 til að þjálfa fimleika og dans en ég er með íþróttakennaramenntun (Msc), recreation – animator programme (Msc), aerobic, body building og fitness þjálfara menntun,” útskýrir hún á nánast fullkominni íslensku.


andreaThjalfari
Kosin þjálfari ársins
Andrea var kosin þjálfari ársins af Fimleikasambandi Íslands á dögunum.   Eftirfarandi lét Andrea hafa eftir sér á Facebook:

,,Þetta kom pínu óvart fyrir mig. Fimleikasamband Íslands var að halda uppskeruhátíð í Laugardalshöll í dag og ég fékk verðlaun sem ÞJÁLFARI ÁRSINS 2017. Takk innilega fyrir mig! Áfram Fimleikafélagið Björk! Az izlandi tornaszövetség ma tartotta a díjátadó ünnepségét. Nagy meglepetésre én lettem az év edzője 2017-ben ☺☺”.

 

kosin

Spurð út í þjálfarann Andreu segir hún: ,,Ég byrjaði að þjálfa þegar ég var 16 ára. Heilsan og þjálfun hefur alltaf haft mikilvæga þýðingu fyrir mig. Að hjálpa og kenna fólk og hvetja börn til að hreyfa sig daglega og hvernig er hægt að stunda heilsusamlegan lífstíl eða healthy lifestyle.”

andrea_frettanet1
,,Í dag er ég íþróttakennari í Hafnarfirði, dans – og fimleikaþjálfari hjá fimleikafélaginu Björk og hjá Fylki, svo er ég hóptímakennari í Reebok,” segir Andrea.


Andrea_frettanetid

Þegar tal okkar berst að hóptímum hennar; Trigger point pilatesHot body og Hot buttlift hjá Reebok Fitness segir Andrea:

,,Trigger point pilates tíma hentar í öllum sem langar aðeins að komast út stressum og slaka aðeins á í heitum sal. Fullkomið tíma fyrir sál og líkama. Ég notast við fjölbreyttar æfingar ásamt rúllum,  teygjum, svokölluðum trigger bolta, tennis bolta og mjúkum bolta samhliða góðum öndunaræfingum.  Í þessum tímum legg ég áherslu á að hjálpa fólki sem kemur í tímana að minnka vöðvabólguna, draga úr þreyttum vöðvum, losa um stífa vöðva og vöðvahimnuna sem umlykur líkamann. En Trigger point pilates hjálpar þér að minnka eymsli og verki, ná góðri slökun og minnka stress.”

,,Hot body tímar henta öllum sem vilja styrkjast, mótast og fá flotta vöðva. Við æfum í heitum sal en ég er byrja tímana alltaf á smá slökun og nota fjölbreyttar æfingar því við erum ekki eins. Ég reyni alltaf að fara yfir allan líkamann. Í tímanum notum viðmismunandi lóð sem eru létt (1-4 kg) og gerum teygjur í takt við skemmtilega tónlist. Mikil brennsla fer í gang í tímunum því við erum í heitum sal (sirka35-37 gráðu heitur).”

Hot buttlift tímar hentar öllum sem langar að fá flottan rass og læri.  Ég er með fullt af krefjandi rass-, læra- og kvíðaæfingum ásamt því að taka hendur lika. Við fókuserumm frekar neðri part líkamans en samt reyni ég að fara yfir allan líkamann (en ekki eins mikið og ég geri í hot body). Tímarnir fara fram í upphituðum sal við 35-37 gráður.”

boltar_andrea
Andrea notast við rúllu, bolta og teygjur í Trigger point tímunum fyrir þá sem vilja losna við vöðvabólguna. 

,,Ég var í fimleikunum í 7 ár og í fit kid (fitness fyrir krakka) og showdance í 15 ár því ég elska að dansa og búa til að gera dans. Ég er heimsmeistari í showdance.”

Ekki bíða þar til á morgun – það mun aldrei virka
Nú eru eflaust margir sem vilja byrja að hreyfa sig en það getur verið erfitt. Áttu góð ráð?
 ,,Það er erfitt að komast í gang og þá sérstaklega eftir hátíðarnar. En ég mæli með því að mæta, byrja á því. Það er aldrei of seint að byrja. Ekki bíða þar til á morgun – það mun aldrei virka.  Fyrst verður þú einfaldlega að ákveða og negla niður markmiðin þín. Taktu bara lítil skref fyrst en ég mæli hiklaust með því að þú komir og prófar að mæta á mismunandi tímum því ef einhver veit ekki alveg hvað hann eða hana langar að gera þá er um að gera að  finna hvað hentar. Hreyfing og heilsa er mjög mikilvæg og það skiptir ekki málið hvað þú gerir, aðalatriðið er að þú hreyfir þig og gerir það sem þér finnst skemmtilegt að gera,” svarar Andrea.

Hvatningar setningar Andreu
,,Fyrir mig hjálpar að lesa “motivation quotes” þá mun ég aldrei gleyma afhverju ég byrjaði að æfa. Þessar setningar halda mér algjörlega við efnið,” segir hún og hefur upptalninguna:

- Everything is hard before it is easy.
 – A goal without a plan is just a wish.
 – I´m not telling you its going to be easy. Im telling you its going to be worth it.
  -Three months from now, you will thank yourself.
 – Excuses don’t get results.
 – 70% of people that start a fitness plan QUIT. Except you! Not this time.
 – When you feel like quitting think about why you started.

 

Afrek Andreu:

Fitness European Championship results: 23. June 2007. Austria-Eibiswald 1. place

10. nóvember 2007 Austria -Bruck an der Mur 1. place

25. april 2008. Austria-Köflach 2. place

Fitness World Championship results: 9-13 maí 2008. Croatia-Porec Show dance WC 2. place

28. september 2008. Austria-Graz Fitness WC 4. place

26. október 2008 Bohemia-Prague IFBB WC 8. place

18.-22. may 2011. Croatia-Porec Show dance WC 1. place

Smelltu hér: Reebokfitness.is

 

arangur_andrea
Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
instagram.com/ellyarmannsdottir/

e@frettanetid.is