FréttanetiðHeilsa

ANDAÐU frá þér reiði og afbrýðisemi – það er EITUR sem þú þarft að losa þig við

Maðurinn upplifir litróf tilfinninga allt frá hamingju til leiða og frá ofurkátínu til þunglyndis. Hver þessara tilfinninga skapar mismunandi ástríður innan líkamans. Eftir allt saman þá losar líkami okkar ólík efnasambönd þegar við upplifum ólíka hluti sem gera okkur glöð og hvert efnasamband vinnur að því að skapa mismunandi aðstæður innan líkamans.

Hormónastarfsemin stjórnar líðan þinni
Ef heilinn til að mynda losar serótónín, dópamin eða oxytósín líður þér vel og þú verður glöð eða glaður. Ef heilinn losar hinsvegar kortísól af því þú ert undir álagi færðu allt annars konar líðan sem einkennist meira af því að líkaminn stillir á afkomustuð.

Hvað ef við hugsum stöðugt neikvæðar hugsanir? Eða hvað ef við hugsum alltaf jákvæðar hugsanir? Hvað um það ef tilfinningar okkar hneigjast hvorki til jákvæðni né neikvæðni? Við skulum skoða hvernig þetta hefur áhrif á líkamann og líf okkar.

Jákvætt á móti neikvæðu
Eru tvær hliðar á hlutunum í heiminum okkar? Já það er hægt að segja það upp að einhverju marki en við eyðum þó miklum tíma í að skilgreina og dæma hvað við lítum á sem jákvætt og hvað sem neikvætt.

Heilinn er mjög voldugt verkfæri og þegar við ákveðum hvernig eitthvað er eða ætti að vera fáum við þær niðurstöður líka út í umheiminn okkar.  Þegar einhver er til dæmis að keyra bifreið og það er svínað á hann og hann verður rosalega reiður og kemst í vont skap á meðan annar sem svínað er á ýtir bara á bremsurnar og heldur áfram ferðinni eins og ekkert hafi í skorist. Þarna er sama upplifunin en sumir taka henni á neikvæðan máta á meðan aðrir gera það ekki. Eru þá upplifanir í eðli sínu neikvæðar eða jákvæðar? Eða skilgreinum við sjálf hvað er jákvætt eða neikvætt fyrir okkur?

Reyndu að taka minna inn á þig 
Ef þú hugsar um það í smátíma þá verður þér ljóst að engar upplifanir eru í raun jákvæðar eða neikvæðar upplifanir heldur ákveðum við það sjálf. Þess vegna hefur okkar skynjun á reynslu eða aðstæðum áhrif á hvernig við tökum atburðinum og hvaða áhrif hann hefur á líkama okkar. Við getum alltaf reynt að hefja okkur yfir almennar skilgreiningar á áhrifum atburðar og færa okkur yfir í jafnvægi í meðvitund okkar um leið og við nýtum upplifunina sem reynslu en það eru ekki allir færir um að halda jafnvægi og þess vegna er gott að vita hvernig vissar tilfinningar eða líðan hafa áhrif á heilsu okkar.

likami1

,,Ef einhver óskar sér góðrar heilsu verður hann fyrst að spyrja sjálfan sig hvort hann sé reiðubúinn að losa sig við ástæður heilsuleysisins. Aðeins þá er hægt að hjálpa honum,” –  Hippocrates.

Tenging hugar og líkama
Tengslin á milli hugar og líkama eru mikil og jafnvel þó þau séu ekki sýnileg eru áhrifin af því sem eru að fara í gegnum huga þinn á líkamann rosaleg. Við getum haft jákvæða andlega sýn á hlutina og átt beint við innri ögranir hugans og sem afleiðing verður lífstíll okkar allur heilsusamlegri eða þá við getum verið neikvæð haft niðurbrjótandi hugsanir og ekki tekist á við okkar innri mann. Við hyljum jafnvel þessi mál með staðfestingum og þykjustu-jákvæðni og finnum þá ekki leiðina að jafnvægi og lífstíllinn verður bágur. Af hverju er þetta svona?

Tilfinningar okkar og upplifanir eru aðallega orka og eru geymdar í frumu-minni líkamans. Hefur þú einhvern tíma reynt eitthvað sem skyldi eftir sig tilfinningalegt mark eða sársauka í ákveðnum líkamshluta eða stað? Eins og sársaukinn setjist þar að og þú upplifir hann ennþá? Það er líklega af því að á þessu líkamssvæði heldurðu ennþá orku sem leystist úr læðingi við þessa tilteknu upplifun og hún situr eftir.

Þú hefur máttinn – reyndu að kveðja REIÐI, HATUR og AFBRÝÐISEMI
David Suzuki skrifaði í ,,The Sacred Balance”  eða ,,Hið heilaga jafnvægi” að þéttar sameindir sem maður andar frá sér með hatursfullum, reiðilegum eða afbrýðis athugasemdum eru eitraðar. Ef þeim væri safnað saman í eina klukkustund gætu þær drepið 80 naggrísi.  Geturðu núna gert þér í hugarlund skaðann sem þú gerir líkama þínum þegar þú viðheldur neikvæðum tilfinningum eða tilfinningalegri reynslu sem þú hefur ekki náð að vinna úr í líkama þínum?

Mundu að þú hefur allan máttinn í þér til að takast á við það sem lífið hendir til þín. Í staðinn fyrir að merkja skynjun þína í hugmyndum um neikvætt og jákvætt eins og við á um ólíkar upplifanir í lífinu, reyndu þá að sjá stærri heildarmynd. Spurðu sjálfan þig – hvernig getur þessi reynsla kennt mér eitthvað nýtt? Get ég nýtt þetta til að breyta skilningi mínum? Hreinsa í burtu tilfinningar innra með mér? Taka eftir einhverju hjá öðrum og meðtaka það? Hvað sem það gæti verið í stað þess að bregðast við, hægðu á þér og veittu þessu athygli.

Þú munt finna að þú hefur öll verkfærin til að fara í gegnum tilfinningarnar og sársaukann þeim tengdum þegar þú sérð þær í réttu ljósi og kannar af hverju líðan þín er svona. Ef þú trúir að þú sért alltaf að verða veik eða veikur, og haldir að þú sért að fá verki hér og þar af því þú hefur enga stjórn munt þú halda áfram að missa stjórnina þangað til þú gerir þér ljóst að við stjórnum því hvað við löðum að okkur inn í okkar eigin líkama.

Reynslusaga
Þessi kortlagning útskýrir hvar ákveðnar tilfinningar eða upplifanir geta haft áhrif á líkamann.  Ef þú finnur til sársauka, spennu eða ert með meiðsli á ákveðnum stöðum, er oft hægt að tengja það við tilfinningar sem veltast um í þér. Við fyrstu sýn virðist þetta ekki vera svona, því við erum oft mjög ótengd tilfinningum okkar og sjálfinu í okkar hraða heimi, en svona er það samt. Þegar þú færð viðvarandi verki í bakið, hnén, hálsinn eða axlirnar, batna þær kannski ekki við æfingar, sjúkraþjálfun eða nokkuð sem þú gerir við líkamann sjálfan. Þér batnar fyrst þegar þú tekst á við tilfinningarnar sem ollu sársaukanum.  Eftir því sem þú byrjar að vinna meira með ómeðvituð hugsanaferli og líðan um allan líkamann, þá fyrst byrjar þú að geta slakað meira á og sársaukinn hverfur.

Þegar þú verður veikur eða veik eða finnur fyrir mikilli spennu eða sársauka, þá er líkaminn eflaust að biðja þig að hlusta á þitt innra sjálf og finna aftur frið í sjálfum þér og umhverfi þínu. Þetta er allt ferli í að læra og vaxa og sem við skulum ekki að dæma eða óttast.