FréttanetiðHeilsa

Andaðu djúpt… og þrýstu í 3 mínútur…og þú lagar ÞREYTU… HÖFUÐVERK… KVÍÐA

Jean Shin Jyutsy er forn japönsk aðferð þegar kemur að  heilun sem gengur út á að þrýsta á svæði á fingrum og höndum og koma þar með jafnvægi á orku í líkamanum.

Hver einasti fingur er beintengdur við ákveðin líffæri og við ákveðnar tilfinningar. Ef þú finnur fyrir sársauka í líkamanum eða tilfinningalega skaltu halda fingrinum með hinni hendinni og þrýsta á hann með öllum krafti og halda því þannig í þrjár til fimm mínútur.  Á þeim tíma skaltu anda djúpt.

Með þessari aðferð getur þú náð samræmingu á líkamanum eða það er að segja ef þú nuddar réttan fingur á hendinni markvisst.

Hér má sjá hvaða líffæri líkamans sem eru tengd hverjum fingri fyrir sig:

Þumall
Líffæri: magi og milta.
Tilfinningar: kvíði, þunglyndi og kvíði.
Líkamleg einkenni: kviðverkir, húðvandamál, höfuðverkur, taugaveiklun.

Vísifingur
Líffæri: nýrum og þvagblöðru.
Tilfinningar: vonbrigði, ótti og örvænting.
Líkamleg einkenni: vöðvaverkir, bakverk, tannpína, vandamál með meltingarveg.

Langatöng
Líffæri: lifur og gallblaðra.
Tilfinningar: kvíði, reiði, pirringur.
Líkamleg einkenni: vandamál með blóðrás, tíðaverkir, sjóntruflanir, þreyta, höfuðverkur, mígreni.

Baugfingur
Líffæri: lungu og ristill.
Tilfinningar: neikvæðni, sorg, ótti við höfnun.
Líkamleg einkenni: öndunar vandamál, astmi, meltingarvandamál.

Litli fingur
Líffæri: Hjarta.
Tilfinningar: átakanlegar tilfinningar, kvíði, taugaveiklun, skortur á sjálfsáliti.
Líkamleg einkenni: hjartasjúkdómur, særindi í hálsi, uppþemba, beinin.

Þessi heilunaraðferð, eins og fjölmargar aðrar sem eru upprunnar frá Austurlöndum, er talin vera mjög árangursrík. Þó ber alltaf að hafa í huga að vitja læknis þegar alvarleg veikindi eru annars vegar.