FréttanetiðMatur & drykkir

Bestu PÖNNUKÖKUR í heimi… eins og AMMA bakaði þær – UPPSKRIFT

Nú er lag að skella í nokkrar pönnukökur eins og amma bakaði þær.

Hér er besta pönnu-köku-uppskriftin:

2 egg
1 msk sykur
3 dl hveiti
5 dl mjólk
½ tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
30 gr smjör

Aðferð: Byrjaðu á að þeyta egg og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós.  Bættu síðan þurrefnum út í og mjólkinni smám saman.  Vanilludroparnar eru settir síðast út í. Þá bræðir þú smjörið á pönnukökupönnunni og hellir því síðan út í deigið. Hrærðu þetta svo vel saman þar til deigið er alveg kekkjalaust. Helltu þunnu lagi af deiginu á heita pönnukökupönnuna og snúðu pönnukökunni við þegar hún er orðin fallega brún.

Pönnukökurnar eru bornar fram upprúllaðar með sykri eða með uppáhalds sultunni þinni og þeyttum rjóma eins og amma gerði.    Mmmm… gangi þér vel.