FréttanetiðFólk

Allt í einu splundraðist glerið – MYNDIR

Margréti Örnu Arnardóttur eiganda jógastöðvarinnar Byoga brá heldur betur upp úr klukkan átta í morgun þegar hún horfði á öryggisglerið sem skilur að svalir hennar og nágrannans á heimili hennar í Norðlingaholti splundrast í rokinu.  Glerið var staðsett á milli svalanna og var aðeins fest niðri sem olli því að það losnaði í rokinu.

Var akkúrat að horfa út um gluggann
„Ég var akkúrat að horfa út um gluggann þegar glerið brotnaði en það kom greinilega svona mikill þrýstingur út af veðrinu þannig að allt í einu splundraðist glerið. Það voru ekki læti eins og þegar gler splundrast. Það var hinsvegar mikill þrýstingur og vibringur í glugganum. Þegar verstu hviðurnar koma myndast mjög mikill þrýstingur í gólfinu,” útskýrir Margrét.

Ertu tryggð fyrir þessu?  „Já við erum tryggð. Þetta hlýtur að vera tryggingamál. Þetta er ekki bara hjá mér. Í götunni fyrir neðan er allt búið að vera fjúkandi líka,” segir hún.

GLER
Glerið var staðsett í miðið á milli svalanna og var aðeins fest niðri. Símamynd/Margrét
gler2
Þessa mynd tók Margrét út um gluggann hjá sér. Þarna má sjá öryggisgler nágrannans. Símamynd/Margrét