FréttanetiðMatur & drykkir

ALLS EKKI henda brúnum banönum – búðu frekar til ofurhollan ís

Það er algjör óþarfi að henda banönum sem eru orðnir aðeins brúnir heldur um að gera að búa til ofurhollan og gómsætan ís úr þeim. Skerið þá niður og hendið í frysti og búið síðan til þennan unað.

Hollur bananaís

Hráefni:

2 bollar frosnir bananar

2 msk möndlusmjör

1/2 msk kókosolía

10 dropar Stevia (eða annað sætuefni)

1 skeið próteinduft – helst súkkulaði

1/2 bolli möndlumjólk

Allt sett í blandara og blandað þar til þetta er fallega mjúkt og gott. Skreytið með jarðarberjum og njótið.