FréttanetiðFólk

Hún ÞRÁÐI að komast aftur í gömlu GALLABUXURNAR sínar… og viti menn… það TÓKST… með ÞESSARI snilld

Hér eru sex einfaldar æfingar sem tóna læri, rass og fætur og það á mettíma ef þú gerir þær reglulega. Ef þú þráir að komast í gömlu gallabuxurnar þínar eða pilsin þín skaltu gera þessar æfingar fjórum sinnum í viku í það minnsta. Æfingarnar eru auðveldar og þú getur gert þær hvar sem er – hvort sem þú ert í vinnunni eða heima í stofu.

Ef þú átt bolta og teygju skaltu notast við það en þessi hjálpartæki eru alls ekki nauðsynleg. Aðalatriðið er að byrja að hreyfa sig og framkvæma þessar æfingar. Koma svo!

aef1
1. Byrjaðu á því að leggjast á bakið. Láttu fætur vísa beint upp í loft, lófar liggja á gólfi og hælar snertast eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.  Þú byrjar á því að beygja hnén og rétta aftur úr þeim. Þetta er einföld en mjög góð æfing. Endurtaktu þessa æfingu þrisvar sinnum,  tíu sinnum í hvert sinn, með 1 mínútna hvíld.

aef2
2. Byrjaðu á því að standa bein með mjaðmabreidd á milli fóta, teygðu hendur fram og stígðu til hliðar með vinstra fæti og síðan aftur með hægri eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Þá skaltu standa upp og krossa fæturna á víxl. Endurtaktu þessa æfingu 10 – 15 sinnum á hvorn fót.

aef3
3. Liggðu á bakinu með hnén bogin og settu bolta (eða kodda) á milli fótanna eins og sjá má á myndinni. Hendur liggja á gólfi. Síðan lyftir þú mjöðmum og rassi upp og niður með boltann á milli fóta.  Haltu þessari stöðu í 30-60 sekúndur á meðan þú þrýstir hnjánum saman. Lyfðu þér upp og niður. Hér er ráðlegt að gera 5 endurtekningar.

aef4
4. Liggðu á bakinu með hendur meðfram hliðum. Lyftu fótum sirka 30 cm frá gólfi og gerðu hreyfingu eins og þú sért að klippa með fótunum (sjá mynd). Ekki taka pásu fyrr en þú hefur klippt 10 sinnum með fótunum í hvert sinn.  Endurtaktu æfinguna 10 sinnum. Ekki snerta jörðina á meðan þú framkvæmir æfinguna.

aef5
5. Þú stendur bein í baki með axlarbreidd á milli fóta. Settu teygjuna utan um báðar fætur. Beygðu þig með rassinn aftur (en ávallt beint bak og slakar axlir) eins og sjá má á mynd.  Þá lyftir þú vinstra fæti til hliðar, strekkir þar með á teygjunni og beygir hnén 10  sinnum. Endurtaktu æfinguna þrisvar sinnum.

aef6
6. Liggðu á vinstri hlið og notaðu höndina til að styðja við höfuð eins og sést á myndinni. Þá skaltu beygja hægra hné niður að gólfinu fyrir framan vinstri fót. Þá lyftir þú hægri fætinum 30 cm til og frá gólfi 10-15 sinnum og endurtekur það sama á vinstri fæti .