FréttanetiðFréttir

Æðisleg saga – þessi pabbi gerir ALLT…fyrir dóttur sína

Hinn ný-sjálenski Alistair Campbell gerir allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa dóttur sinni, Charlotte, að liða betur með kuðungaígræðslurnar en hún fékk sína fyrstu ígræðslu þegar hún var fjögurra ára.

Charlotte er sex ára í dag og heyrir mjög illa. Alistair ákvað að láta húðflúra á sig heyrnartæki eins og sést á meðfylgjandi myndum svo Charlotte liði ekki eins og hún væri öðruvísi en allir.

Heyrnarleysi er ættgengt í fjölskyldu Alistair en móðir hans er með heyrnartæki og líka sonur hans, Lewis.

alistair2