FréttanetiðHeilsa

NÝ aðferð FÆKKAR KALORÍUM hrísgrjóna um 60 PRÓSENT

Hrísgrjón eru gríðarlega vinsæl með mat um allan heim. Asíu-búar borða mest af hrísgrjónum eða um 90% af öllum hrísgrjónum sem framleidd eru. Hrísgrjón eru almennt mjög holl en innihalda mikið af kaloríum og eru kolvetnarík.  Einn bolli af hrísgrjónum inniheldur 200 kaloríur sem er þannig séð ekki svo mikið þar sem þau eru oftast notuð sem meðlæti og því lítið hlutfall af heildarmáltinni.

Nú hafa vísindamenn fundið upp leið til að elda hrísgrjón þannig að kaloríuinnihald þeirra minnkar um allt að 60 prósent. Aðferðin gengur út á að þegar suðan kemur upp og áður en hrísgrjónin eru sett út í sjóðandi vatnið er sett kókosolía út í.

Líklega er í lagi að nota aðra tegund olíu eða fitu með sambærilegum árangri. Það er hinsvegar þekkt í Asíu að setja kókosolíu út í sjóðandi vatnið áður en hrísgrjónin eru soðin. Teskeið af kókosolíu á móti hálfum bolla af hrísgrjónum ætti að duga til að minnka kaloríurnar í hrísgrjónunum en að því loknu er mikilvægt að kæla grjónin vel og geyma þau í ísskápnum í 12 tíma áður en þau eru borðuð.  Kókosolían dregur í sig sterkjuna úr hrísgrjónunum sem ensími líkamans eiga erfitt með að brjóta niður og hækkar blóðsykurinn.

Rannsóknir sýna að þegar hrísgrjón sem soðin hafa verið upp úr kókosolíu og kæld í 12 tíma eru svo hituð upp innihalda þau allt að 60% færri kaloríur en hrísgrjón sem eru soðin með hefðbundnum hætti. Staðfest hefur verið að sömu aðferð megi nota til að fækka kaloríum í kartöflum og líklegt er að það sama gildi um pasta. Það skal þó haft í huga að kolvetni eru gríðarlega mikilvæg fyrir líkamann og mælt er með því að kolvetnin séu 50-60% af þeirri orku sem við innbyrðum í fæðu okkar. Heilinn starfar nánast eingöngu á orkunni sem hann fær úr kolvetnum sem við neytum og eru okkur því lífsnauðsynleg.