FréttanetiðHeimili

Á barnið þitt erfitt með að læra STAFRÓFIÐ? Þá er þessi leikur alveg málið… og hann kostar nánast ekki neitt – MYNDIR

Ef barnið þitt á í erfiðleikum með að læra íslenska stafrófið er alveg tilvalið að spila þennan einfalda leik sem hægt er að búa til heima.

Það sem þarf er:

32 möffinsform

stór pappírsörk

tússlitir 

Framkvæmdin er mjög einföld. Þú gerir 32 hringi á pappírsörkina og notar möffinsformin til að ákvarða hvað hringirnir eiga að vera stórir. Síðan skrifar þú stafina í hringina – einn hringur fyrir hvern staf. Hér ræður þú hvort þú skrifar bæði stóra og litla bókstafi eða bara stóra. Svo skrifar þú stafina líka á botninn á hverju möffinsformi og svo skiptist þið barnið á að para möffinsformin við hringina. Þessi leikur krefst mikillar einbeitingar og barnið á eftir að læra meira og meira því oftar sem þið spilið leikinn.

abc-cheap-game