FréttanetiðFólk

5 alvarleg merki… sem segja þér… að maki þinn er… virkilega óhamingjusamur… í sambandinu

1. Hann hefur brjálæðislega mikinn áhuga á að kaupa nýjar græjur. Sjónvarp, tölvur, flakkara, magnara, hátalara, iPhone, iPad eða eitthvað í þessum dúr.  Ef hann hugsar ekki um annað og talar ekki um annað þá veistu að það er skarð þarna sem hann er að reyna að fylla upp í með veraldlegum hlutum.

2. Hættur að spjalla við þig yfir kvöldmatnum. Er maki þinn gjörsamlega áhugalaus um allt sem þú talar um og þið segið varla orð við hvort annað yfir kvöldmatnum? Það eru skýr merki um að hann nennir einfaldlega ekki að tala við þig. Hann hefur meiri áhuga á kartöflunni sem hann er um það bil að stinga upp í sig en þér og hvað þú gerðir yfir daginn.

3. Í staðinn fyrir að hlusta á þig segir maki þinn: ,,(Þegiðu) við vorum búin að ræða þetta”. Þessi setning ætti að segja þér að hann er þreyttur á að ræða við þig. Hann er greinilega búinn að fá nóg og lítur á þínar vangaveltur sem almennt væl. Þarna ættir þú að vakna – hann er óhamingjusamur.

4. Talar endalaust um Söndru eða hvað hún heitir í vinnunni.  Sandra gerir þetta svona eða Sandra gerir þetta hinsegin. Hann er meira upptekinn af vinnufélaganum en þér.  Ef nafnið á Söndru heldur áfram að poppa upp oftar en þrisvar í viku þegar hann opnar munninn þá ættir þú að fara að hugsa þinn gang því maki þinn er með hugann við Söndru en ekki þig.

5. Hann hefur endalausan tíma fyrir vinina. Hann hefur lítinn áhuga á að vera með þér. Hann leitar frekar í félagsskap hjá vinum eða jafnvel kunningjum og notar allar afsakanir í heiminum til að fara út og skemmta sér með öðrum en þér.

Heimild: Oprah.com

Svona konur kveikja í karlmönnum.