FréttanetiðSamskipti

Þetta er BANNAÐ upp í rúmi

Ekki bara liggja þarna
Ekki liggja lengur í rúminu en 20 mínútur eftir að þú vaknar. Nema þú sért að íhuga meðvitað fyrir daginn. Farðu á fætur þegar þú opnar augun. Í það  minnsta hreyfðu þig og komdu kerfinu í gang. Rúmið er til að sofa í. Ekki til að hanga eins og klessa starandi út í tómarúmið.

Engin raftæki leyfð
Forðastu allt sem er með skjá eins og sjónvarp, tölvur og snjallsíma. Bækur eru vissulega leyfðar og tímarit en það er stranglega bannað að hafa raftækin í svefnherberginu þínu.  Þú skalt alls ekki venja þig á að hanga á Facebook undir sæng því það hefur slæm áhrif á nætursvefninn þó þú þrætir fyrir það. Alls ekki hafa símann í sambandi nálægt höfðinu þó þú notir hann til að vekja þig.

Hættu að líta stöðugt á klukkuna
Ef þú átt erfitt með að sofna skaltu hætta að tékka stöðugt á hvað tímanum líður. Það gerir bara illt verra ef þú getur ómögulega sofnað af því að hausinn á þér er á fullu. Þú sofnar ekkert fyrr með því að kíkja stöðugt á klukkuna. Eina sem þú getur gert í stöðunni er einfaldlega að loka augunum og einbeita þér að því að hugsa helst ekki um neitt.

Farðu upp í þegar þreytan tekur yfir
Ekki fara upp í rúm nema þreytan taki yfir. Ef þú leggst upp í rúm vitandi það að þú ert ekki að fara að sofa fyrr en eftir tvo eða þrjá klukkutíma skaltu sleppa því að leggjast upp í rúm.  Nei, þú ert ekki að fara á Facebook því rúmið er fyrir góðan svefn fyrst og fremst.