FréttanetiðFólk

3 góð ráð fyrir GRILLMEISTARA

Nú er grilltíminn heldur betur genginn í garð. Við báðum einn af uppáhalds kokkunum okkar Hrefnu Rósu Sætran eiganda Grillmarkaðarins og Fiskmarkaðarins um  þrjú einföld en mikilvæg ráð fyrir grillsumarið framundan.  Þessi ljúfi kokkur sem er staddur erlendis átti ekki í vandræðum með það.

1. Fjárfestu í kjarnhitamæli – ekki ofelda kjötið
,,Gott er að eiga góðan kjarnhitamæli. Að ná steikingunni réttri getur verið mjög trikkí þvi hitinn getur verið misjafn og kjötið líka. Gott er að ná nautinu upp í 45-47 gráður og leyfa því svo að hvíla vel. Sama gildir með svínakjöt og kjúkling. Það þarf ekki að allt- of- elda það. Þá kemur hitamælirinn sér vel.”

2. Mikilvægt að taka kjötið tímanlega úr kæli 
,,Taka kjötið mjög tímanlega úr kælinum svo það nái stofuhita. Gildir það sama með grillkjöt og það kjöt sem elda á inni.”

3. Þerra safann og pensla kjötið
,,Ef kjötið er ekki marinerað þá er mjög gott að þerra það vel með tissjú, jafnvel vefja það inn í pappír svo mesti safinn fari í burtu og hægt sé að pensla kjötið með olíu og krydda það. Þannig náið þið bestu grillröndunum.”

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is