FréttanetiðFólk

Jólabrönsinn á Nauthól sá allra besti

- Veitingarýni Fréttanetsins
– Ellý Ármanns skrifar:

Nauthóll
– Jólabrunch 4200 krónur á manninn
– Barnabrunch í boði fyrir þau yngstu

Rétt fyrir hádegi á laugardegi í desember var stefnan tekin á Nauthól. Á þessum rómaða veitingastað við ylströndina í Nauthólsvík er boðið upp á jólabröns fram að jólum allar helgar.

24957003_10210865428455324_1156472052_o
Þegar sest er til borðs eru bornar fram dýrindis flatkökur og rúgbrauð með íslensku smjöri.
nautholl_brunchinn
Jólabrunchinn er einstaklega gómsætur og mettandi. Einfaldleiki og hágæða hráefni einkennir diskinn sem er hlaðinn gómsætum smáréttum.

  • Grafinn lax með sólselju og einiberjum
  • Reyktur lax
  • Rúgbrauð / Flatbrauð
  • Jólasíld
  • Jólapate títtuberjasulta
  • Waldorfsalat
  • Gljáður hamborgarhryggur
  • Eggjahræra
  • Eftirréttur — Súkkulaði-mousse
  • Kaffi/Te

nauth1
Eggjahræran er tía. Létt og fullkomlega krydduð ásamt ferskum graslauk. Jólapaté með títtuberjasultu á eftir að gleðja þig á óvæntan hátt.
nauth2
Pönnukökur, jarðaber og sýróp fyrir þá sem vilja.
nauth3
Jólasíld og reyktur lax. Jólaklukkurnar hljóma þegar þú smakkar þessa snilld.
_MG_2129
Gljáður hamborgarhryggur er gómsætur mjög. 
bistro-salur-1024x466
Nauthóll er notalegur staður með dásamlegu útsýni.  Börnin fá sérútbúinn brunch sem gleður litla munna. Svo fá öll börn að lita.
24957131_10210865420815133_1727383324_o
Eftirrétturinn í jólabrunch Nauthóls er súkkulaði-mousse sem svoleiðis leikur við bragðlaukana.

Jólabrunch Nauthóls fær 5 ***** stjörnur.

Ef þú vilt gera þér dagamun í desember snemma dags með þeim sem þú elskar skaltu ekki hika við að panta borð á veitingahúsinu Nauthóll. Svo er um að gera að klæða sig vel og fara í göngutúr á þessum fallega stað eftir matinn.  Getur einfaldlega ekki klikkað!

Nautholl.is

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is