FréttanetiðFólk

18 frábær ráð… til að laga fötin… skóna… eða sólgleraugun – MYNDIR

Hér má sjá einföld en frábær ráð til að laga gömlu skóna, sólgleraugun, gallabuxurnar eða þvo bletti úr fötunum þínum á örskömmum tíma. 
1.rad

1. Ullar- eða kasmír peysan þín hnökrar síður ef þú setur hana í frysti  yfir nótt fyrir notkun.
2.rad
2. Lykta gallabuxurnar þínar illa því þú elskar að vera í þeim alla daga alla daga vikunnar og þú veist að þær slitna við hvern þvott? Svarið er einfalt – geymdu þær í frysti og lyktin hverfur.
3.rad
3. Bletti á handarkrikasvæðum er auðvelt að þvo úr bolum eða skyrtum með sítrónusafa og matarsóda. Þú blandar sítronusafanum og matarsódanum við soðið vatn og nuddar blettinn sem þú ætlar að fjarlægja með blöndunni, bíður í 5 mínútur áður en þú skolar blönduna burt.
4.rad
4. Ef flíkin lyktar illa og þú hefur ekki tíma til að þvo hana skaltu nota óblandaðan vodka sem hreinsar alla lykt burt og gufar upp á stuttum tíma.
5.rad
5. Raksápa virkar best á förðunarblettina. Þú nærð þeim úr á skotstundu.
6.rad
6. Hársprey fjarlægir varalitinn úr fötunum.   Þú setur hársprey á varalita-blettinn og dustar hann síðan af.
7.rad
7. Glært naglalakk á gleraugun er gott ráð ef þau eru sífellt að liðast í sundur.
8.rad
8. Settu glært naglalakk á tölu sem er um það bil að losna af skyrtunni ef þú hefur ekki tíma til að sauma hana betur á.
9.rad
9. Tannburstinn kemur að góðum notum á rúskinn. Þú nuddar og óhreinindin hverfa.
73.rad
10. Settu naglalakk á lykkjufall á sokkabuxuunum áður en það stækkar. Mundu bara að setja naglakkið á allt gatið.
81.rad
11. Settu plástur á brjóstarhaldarann ef hann særir þig. Ekki plast-plástur heldur mjúkan eins og á mynd.
83.rad
12. Helltu hvítvíni yfir rauðvínið sem sullaðist niður og sjáðu það rennur úr.
86.rad
13. Uppþvottalögur gerir kraftaverk ef þú færð skyndilega blett í fötin þín og ert ekki í aðstöðu til að þvo.
91.rad
14. Settu edik á skóna og þeir verða eins og þegar þú keyptir þá. Gott ráð er að nudda edikinu á skóna með gömlum tannbursta.
93.rad
15. Vaselín fjarlægir rispurnar af skónum þínum og tekur óhreinindin burt.
94.rad
16. Andlits-rakakrem er fullkomin næring fyrir legðurskóna þína.
95.rad
17. Matarsódi blandaður í vatn er fullkominn á sjúskuðu strigaskóna. Prófaðu að þvo þá upp úr matarsóda.
99.rad
18. Rúðuhreinsir er ekki síðri á spariskóna en speglana.