FréttanetiðFólk

17 skotheld eldhúsráð… sem þú hafðir ekki hugmynd um – MYNDIR


1tomatar
1. Notaðu tvo diska til þess að skera kirsuberjatómata á öruggan hátt, marga í einu. 
Settu þá tómata sem þú vilt skera á lítinn disk. Settu annan disk ofan á og renndu svo beittum hnífi á milli diskanna tveggja á meðan þú þrýstir þeim efri örugglega á þann neðri. Bingó! Svona nærðu að skera marga tómata í einu með einu handtaki, með alla tíu fingur áfram á sínum stað.

2is

2. Berðu fram ís með hnífi í stað þess að nota ísskeið. Þegar þú tekur fram ísinn í næsta matarboði, slepptu því þá að nota ísskeiðina. Prófaðu frekar að setja ísboxið ofan í skál með heitu kranavatni í 15-30 sekúndur, fjarlægðu svo lokið af ísboxinu og settu á hvolf á stóran disk eða skurðarbretti. Því næst notar þú heitan hníf til þess að skera sneiðar af ísnum og smellir á diska. Einfalt og þægilegt.

kaka_1

3. Notaðu heitan hníf til þess að forskera köku í sneiðar með fullkomnum hætti. Láttu heitt kranavatn renna á góðan tertuhníf, þurrkaðu hann vel og skerðu kökuna í sneiðar. Þú gætir mögulega þurft að hita tertuhnífinn aftur með sama hætti á meðan þú lýkur við að skera alla kökuna  en þetta mun svínvirka.

3dosaopnari

4. Opnaðu krukkur á núll einni, með flösku upptakara. Notaðu flösku upptakara til þess að þrýsta loki krukkunnar varlega upp, þar til þú heyrir smá smell þegar innsiglið rofnar. Því næst geturðu skrúfað lokið af með einföldum hætti.

5kokur
5. Mótaðu smákökudeig í litlar kúlur og frystu til þess að eiga heimagerðar smákökur tilbúnar til baksturs hvenær sem er. Næst þegar þú bakar smákökur væri sniðugt að gera tvöfaldan skammt af deigi og frysta seinni skammtinn af deiginu í litlum kúlum til þess að eiga til taks þegar þú þarft á að halda. Þegar gesti ber óvænt að garði munt þú ekki eiga í vandræðum með að bera á borð nýlagaðar, heimabakaðar smákökur sem enginn stenst, allt á 10-15 mínútum.

6minitaco

6. Búðu til litlar taco skeljar með því að nota muffins álform. Ef þú átt muffins álform og tortilla pönnukökur þá getur þú auðveldlega útbúið litlar taco skeljar. Settu muffins álformið á hvolf, þrýstu tortilla pönnukökunum á milli muffins formanna og mótaðu í flottar skeljar og bakaðu í ofni. Útkoman verður glæsileg.

7brunnsykur
7. Varnaðu því að púðursykur verði harður með því að stinga brauðbita ofan í pokann með sykrinum.  Það getur verið óendanlega spælandi að vera í miðjum bakstri og teygja sig í pýðursykurinn aðeins til þess að uppgötva að sykurinn er grjótharður og óhæfur til notkunar. Með því að setja brauðbita ofan í pokann með sykrinum getur þú hins vegar verið viss um að púðursykurinn haldist mjúkur og góður frá fyrsta degi. Brauðið heldur sykrinum mjúkum án þess að mygla komist í brauðið.

8klaka
8. Frystu soð í ísmolaboxum til þess að varna því að stór ferna af soði skemmist. 
Hægt er að fá tilbúið soð í stórum fernum sem getur verið afskaplega þægilegt en oft er þó hættan sú að soðið skemmist í þessum stóru umbúðum. Þetta getur þú komið í veg fyrir með því að hella afgangs soðinu í ísmolabox og frysta svo. Auðvelt er að taka frysta kubbana úr boxinu og setja í frystipoka og geyma þar til þú þarft á soðinu að halda.

9umslag
9. Ekki nota skápaplássið til þess að geyma plássfreka trekt, notaðu frekar umslag. 
Með því að klippa hornið af umslagi getur þú auðveldlega notað umslagið nákvæmlega eins og trekt, til þess að hella vökva eða öðru ofan í krukkur eða flöskur.

10frystaafganga
10. Ekki henda afgöngum úr vínflöskum, frystu í staðinn og geymdu til matreiðslu.  
Ef þú lendir í því að smá afgangur sé eftir í vínflösku hjá þér þá skaltu ekki hella því niður eða láta skemmast. Mældu magnið sem eftir er, settu í poka sem þú getur lokað vel, skrifaðu utan á pokann hversu mikið magn víns er í pokanum og geymdu í frystinum. Þetta getur verið afskaplega þægilegt síðar þegar þú matreiðir og þarft smá vín út í réttinn. Þá kemur þú í veg fyrir að þurfa að opna nýja flösku vegna matreiðslunnar.

11guacamole
11. Komdu í veg fyrir að guacamole verði brúnt að lit með því að hella vatni yfir það. 
Eins og guacamole getur verið dásamlega gott þá er það ekki mjög girnilegt útlits þegar það er orðið brúnt að lit. Ef þú vilt halda því grænu og fallegu þá er það í raun mjög einfalt. Settu herlegheitin í skál, helltu varlega vatni yfir þannig að vatnið nái alveg að þekja og settu lok yfir skálina. Þegar þú vilt svo bera það fram aftur, þá hellir þú einfaldlega vatninu af og borðar.

12mango
12. Skerðu mangó í litla kubba án þess að afhýða ávöxtinn fyrst.  Skerðu hliðarnar af ávextinum og ristu hann svo í litla ferninga á innanvert hýðið. Þrýstu svo ferningunum út úr hýðinu og skerðu þá svo af, þétt upp við hýðið.

13gluteinfrir
13. Útbúðu glútenfrítt brauðrasp með morgunkorni og matvinnsluvél.  Taktu fram matvinnsluvélina og malaðu niður brúnt morgunkorn til þess að fá gott, óbragðbætt „brauð“rasp sem hægt er að nota á ýmsa vegu. Ef þú vilt bragðbæta raspið á ákveðinn hátt getur þú bætt slíku við eða jafnvel einnig malað niður litlar glútenfríar saltkringlur til þess að blanda við.

14sukkuladi
14. Búðu til heitt og dásamlegt súkkulaði með því að bræða niður súkkulaðikúlur í heita mjólk.  Heitt súkkulaði sem búið er til úr alvöru súkkulaði er eitt það besta sem þú getur fengið, sérstaklega á köldum vetrardegi. En ekki hafa allir tíma til þess að skera niður allt súkkulaðið sem þarf í þennan yndislega drykk. Ef þú vilt fljótgerðari útgáfu getur þú hitað bolla af mjólk í örbylgjuofninum í tvær mínútur, sett svo út í þrjár til fjórar góðar súkkulaðikúlur og hrært. Svo er bara að setjast niður með góða bók og nýlagaða súkkulaðibollann og njóta stundarinnar.
11egglove
15. Náðu eggjum í herbergishita á fimm mínútum með skál af volgu vatni.  Það getur verið afskaplega pirrandi að uppgötva í miðjum bakstri að eggin sem þú ert að fara að nota eiga að vera við herbergishita þegar þau fara út í deigið. Ef þú tókst eggin ekki út úr ísskápnum klukkustund áður þá getur þú einfaldlega sett eggin út í heitt vatn í fimm til tíu mínútur en þá nærðu þeim niður í herbergishita með skjótum hætti.

16eggjahvita

16. Búðu til heimalagað majónes á 30 sekúndum með því að nota olíu og egg. Settu egg og einn bolla af olíu í skál og blandaðu svo vel saman með töfrasprota. Eftir smá stund verður þú komin með heimalagað majónes.

17korn
17. Skerðu af maískólfi, fljótt og örugglega með því að nota kökuform.  
Náðu þér í beittan hníf og stórt svokallað „bundt“ kökuform (sem formar kökur þannig að hringur er í miðjunni á þeim). Miðja kökuformsins mun hjálpa þér að halda maískólfinum föstum á sínum stað og mun taka við öllu því maískorni sem þú skerð af honum, á meðan þú skerð.

Loa
Lóa Guðrún Kristinsdóttir
Fréttanetið