FréttanetiðHeilsa

15 FÆÐUTEGUNDIR sem þú skalt forðast að borða – MYNDIR

Við vitum það flest að gott er að halda sig að mestu frá óhollum skyndibitamat og unnum matvörum en sumar fæðutegundir eru hreinlega þess eðlis að þær geta haft verulega slæm áhrif á heilsu þína.

Nneka Leiba stýrir rannsóknarsviði fyrirtækisins Environmental Working Group en þar er haldið utan um  skráningar á mögulegum eiturefnum sem finnast í matvörum ýmissa framleiðenda. Þar eru þessi mögulegu eiturefni skráð og þeim raðað eftir öryggisflokki. Allt saman er svo skrásett í víðtækt gagnasafn.

Fæðutegundir sem þú ættir að forðast 
Nneka segir, „Þetta þýðir ekki það að þú verðir lasinn, fáir krabbamein eða deyir ef þú borðar hættulega fæðutegund einu sinni. En það eru ákveðnar fæðutegundir sem þú ættir að forðast eins vel og þú mögulega getur ef þú getur stjórnað því á einhvern hátt.“

Mestu sökudólgarnir eru viðbætt efni í unnum matvörum. „Við vitum í raun og veru ekki hverjar langtíma afleiðingarnar eru af því að innbyrða þessi „tilraunaefni“ segir næringarfræðingurinn Rachel Harvest sem starfar í New York.

Með þetta í huga væri jafnvel skynsamlegt að forðast þau matvæli sem hræða Leiba, Harvest og aðra næringarfræðinga. Einnig er gott að hafa í huga að eftirfarandi atriði eiga jafnvel meira við um þær aðstæður sem eru til staðar erlendis, heldur en hér á Íslandi.  Tímaritið Cosmopolitan tók nýlega saman þessi fimmtán atriði.

1.
1. Amerískur ostur.
Raunveruleikinn er sá að amerískur ostur er bara alls ekki ostur,“ segir Beth Warren næringarfræðingur og höfundur bókarinnar Living a Real Life With Real Food. Þetta fer eftir framleiðandanum en þetta er í raun og veru „vara sem er búin til og líkist osti en samanstendur af blöndu úr mjólkurfitu, föstum efnum, mysupróteini, bindiefnum og matarlit. Þetta inniheldur mikið magn natríum og mikla fitu, svo mikið að ein sneið líkist frekar fituríku kjöti heldur en nokkurn tímann einhverju sem á að teljast vera mjólkurafurð.“

2.unnar kjötvörur.
2. Unnar kjötvörur framleiddar með nítrötum.
Taktu stórt skref frá sérvöruborðinu! Unnar kjötvörur í Bandaríkjunum eins og skinka, spægipylsa, pylsur og bacon eru ekki eingöngu yfirfullar af fitu heldur geta þær einnig innihaldið yfir 400% meira af natríum og 50% meira af rotvarnarefnum heldur en í óunnu, rauðu kjöti.

Það versta er að það getur jafnvel innihaldið tegundir nítrata, efnafræðileg viðbætt efni sem hafa verið tengd við ýmis konar krabbamein en eru samt sem áður notuð til þess að bæta við lit, bragði og koma í veg fyrir skemmdir. Þessi innihaldsefni á að skrá á pakkningar vörunnar, því skaltu alltaf lesa innihaldslýsingarnar vel.

3.
3. Smjörlíki.
Smjörlíki er meðal annars búið til úr grænmetisolíum og inniheldur minna af bæði kólesteróli og mettaðri fitu heldur en smjör og hefur því löngum verið talið góður kostur. En nú vilja sérfræðingar meina að fæðutengt kólesteról sé ekki eins skaðlegt og áður var talið og telja því jafnvel að smjörlíki, sem inniheldur mikið salt og transfitu sem getur verið slæm fyrir æðarnar, sé kannski ekki þessi góði kostur eins og áður var talið.

„Transfita eins og mettuð fita eykur kólesteról í blóði og líkurnar á hjartasjúkdómum“, útskýrir Melissa Rifkin sem er bæði næringarfræðingur og næringarþjálfi  í New York borg. Smjörlíki sem fæst í túpum á það til að innihalda minni transfitu heldur en ef það kemur í klumpum.

4.

4. Gosdrykkir.
Allir ættu að vita að gosdrykkir eru mjög slæmir heilsu þinni. Til öryggis, ef það hefur farið framhjá þér, þá inniheldur dæmigerð lítil gosdós um það bil 10 teskeiðar af sykri. Þegar þú innbyrðir það mikið af sykri þá er svar líkamans það að búa til aukið insúlín sem hjálpar venjulega líkamanum að vinna sykur úr blóðstreyminu  og nota til orku. Eftir langtíma notkun getur hins vegar þetta viðbragð líkamans aukið líkurnar á því að þú fáir sykursýki eða jafnvel krabbamein.

Það er ekki eingöngu sykurinn sem ætti að fæla þig frá gosinu heldur líka önnur innihaldsefni. Í nýlegri rannsókn er því haldið fram að það magn litarefna sem þú færð mögulega úr einni meðal gosdós tengist 58% meiri líkum á því að fá krabbamein.

5.
5. Sykurskertir gosdrykkir. Þrátt fyrir að ekki sé hreinn og beinn sykur í þessari tegund gosdrykkja þá eru þar gervisætuefni og þau eru ekki endilega skárri. Ekki eru þó öll gervisætuefnin jafn slæm en flest þeirra hafa mun sterkari bragð heldur en venjulegur sykur. Með langtíma notkun geta þessi sérlega bragðmiklu sætuefni deyft bragðskynið þitt gagnvart náttúrulega sætum matvælum á borð við ávexti, heldur Rifkin fram. „Fræðilega séð mætti því jafnvel segja að sykurskertir gosdrykkir geti haft þau áhrif að náttúrulega sætt epli bragðast verr fyrir vikið.“

Önnur vandamál sem hafa einnig verið tengd við drykkju sykurskertra gosdrykkja eru: þunglyndi, hrörnun tanna, hærri líkur á hjartavandamálum og hjartaáföllum, krabbamein í brisi og fyrirburafæðingar.
6.
6. Sykurlaust nammi. Sætindi sem eru sérstaklega auglýst sem „sykurlaus „ eru líkleg til þess að innihalda gervisætuefni. „Meltingarkerfinu gengur ekki alltof vel með að brjóta niður þessi efni sem eiga að koma í stað sykurs,“ segir Rachel Harvest.“ Þegar þú ferð yfir þinn þröskuld (sem er einstaklingsbundinn) gæti það leitt af sér afar slæma magaverki.“

7.
7. Epli ræktuð á hefðbundinn hátt.
Þrátt fyrir að nýleg rannsókn sýni fram á að matvæli sem ræktuð eru á hefðbundinn hátt standi ekki næringarlega verr að vígi samanborið við lífræna ræktun þá leikur enginn vafi á því að skordýraeitrið sem notað er í hefðbundinni ræktun matvæla getur haft skaðleg áhrif á heila og taugakerfið, aukið líkur á krabbameini, truflað hormónakerfið og valdið óþægindum í húð, augum og lungum. Skordýraeitur getur líka setið fast á bæði ávöxtum og grænmeti jafnvel eftir að matvælin eru skoluð vel og skræld.
efsfsa

Í hinum fullkomna heimi myndir þú splæsa í lífrænu útgáfuna af þeim matvælum sem eru líkleg til þess að vera hvað mest menguð, t.d. epli, ferskjur, jarðarber, vínber, sellerí, spínat, gúrkur og kirsuberjatómata svo einhvað sé nefnt. Flestir gera það þó ekki vill Rifkin halda fram. Hún mælir með því að ef það er einhver lífrænt ræktaður ávöxtur sem fólk ætlar sér að kaupa, að það sé þá epli. Í fyrrnefndri rannsókn voru það 99% allra epla sem mældust með einhverjar leifar skordýraeiturs. Ef þú hins vegar stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun að kaupa annað hvort óhollan snakkpoka eða venjulega ræktað epli – þá er eplið betri kostur.
8.
8./9. Kjúklingur og egg.
Á sumum kjúklingabúum fer ýmislegt fram sem ætti hreinlega ekki að gerast, þar sem kjúklingafæðið getur jafnvel innihaldið agnir af koffíni, bönnuðum rotvarnarefnum, arseniki og öðrum óæskilegum efnum. Þetta gefa ýmsar niðurstöður rannsókna til kynna.  Stórar matvælakeðjur eins og Mcdonalds og Costco virðast vera að hverfa frá því að nota kjúklinga sem ræktaðir hafa verið með notkun sýklalyfja og öðrum álíka efnum, þetta gæti því haft í för með sér að ræktunarskilyrði verði almennt betri. Það gæti svo áfram leitt til þess að greiðara aðgengi verði í bæði kjúklinga og egg þar sem aðstæður við ræktun hafa verið góðar. „Þangað til þeim tímapunkti er náð eru lífrænt ræktaðir kjúklingar og lífræn egg okkar öruggasti kostur,“ segir Rifkin.

9.
10./11. Brauð og kex framleitt með kalíum bromate (tegund salts).
Efnið er notað til þess að fá brauð og kex til þess að hefast í bökunarferlinu, þrátt fyrir að það hafi verið tengt við ýmsar tegundir krabbameins (í dýrarannsóknum) og sé á bannlista í sumum löndum.

10.
12. Örbylgjupopp.
„Það er ekki hollt lengur að borða beint úr poka,“ segir Rifkin. Pokarnir utan um örbylgjupoppið eru oft fóðraðir með efni (PFOS) sem hefur verið sýnt fram á að hafi áhrif á frjósemi, áhættu krabbameins og nýrnavirkni, bæði í dýrarannsóknum og einnig sumum rannsóknum sem hafa farið fram á fólki. Þar sem popp pokarnir eru ekki sérstaklega merktir „eitraðir“ þá getur verið gott að forðast þá alfarið. Einnig er ýmsum óhollum efnum bætt við poppið í ýmsum tegundum örbylgjupopps og erfitt getur verið að vita nákvæmlega hvaða efni þetta eru.

11.
13./14. Korn tortillur og muffins sem innihalda efnið propylparaben.
Efnið er algengt innihaldsefni snyrtivara en það er einnig stundum notað til þess að viðhalda bæði korn tortillum og muffins. Þú skalt endilega skoða innihaldsefnin á vörunni, þar ætti efnið að vera skráð. Samkvæmt rannsóknum getur efnið meðal annars haft áhrif á frjósemi. Því miður er ekki margar rannsóknir að finna sem sýna fram á söfnunaráhrif efnisins sem eiga sér stað við langtíma notkun.

15. Hvaða pökkuðu matvæli sem er, sem innihalda meira en tvö innihaldsefni sem þú þekkir ekki.
Þráavarnarefni á borð við „butylated hydroxytoluene“ og „butylated hydroxyanisole“ eru jafnvel notuð í matvæli eins og flögur, unnar kjötvörur eða jafnvel morgunkorn. Þau geta meðal annars haft hormónaraskandi áhrif. Á meðan við vitum ekki nákvæmlega hver áhrif þeirra á okkur eru, er jafnvel best að sleppa því að vera tilraunadýr.

321
Dragðu Tarotspil dagins HÉR.