FréttanetiðFólk

13 ástæður fyrir því að allar konur ættu að stunda sjálfsfróun reglulega

Frá sögulegu sjónarhorni þá þykir sjálfsfróun frekar ómerkileg en eins manns partí er líka partí og sjálfsfróun er vissulega gleði sem lætur þér líða vel eftir á.   Sjálfsfróun hefur marga kosti fyrir heilsuna og það er margsannað að þér líður alltaf betur eftir á.

Rannsóknir sýna að flestar konur 18 ára og eldri hafa stundað sjálfsfróun að minnsta kosti einu sinni en einhverjar reglulega. Samkvæmt þjóðarrannsókn í Bandaríkjunum um kynhegðun og kynheilsu sem framkvæmd var af háskólanum í Indiana eru það aðeins 7,9% af konum sem fróa sér sjálfar tvisvar til þrisvar sinnum í viku á meðan að talan er 23,4% hjá körlum.

Prófessor Lauren Streicher við Kvennadeild Northwestern háskólans sem er höfundur bókarinnar Hormónaheilsa og besta kynlífið eða eins og hún heitir á ensku ,,Hormones Health and your best Sex ever” heldur því fram að sjálfsfróun hefur eingöngu góð áhrif á heilsuna. Hún segir að sjálfsfróun komi heilsunni til góða á ýmsan máta til dæmis hjálpar  sjálfsfróun við að ná góðum svefni, losar um streitu og bara hjálpar þér að líða yfirleitt betur í þínum eigin líkama. Hún líkir sjálfsfróun við að fara í líkamsræktina eða þegar þú reynir á líkamnn eða færð gott nudd. Þá er sjálfs-örvun mjög góð leið til að slaka á bæði tilfinningalega og líkamlega.   Í stað þess að greiða mörg þúsund krónur fyrir nudd geturðu séð um þetta sjálf heima fyrir svo slökktu á ljósunum, láttu fara vel um þig í rúminu og kveiktu á kertum, eða gerðu umhverfið þægilegt, eins og þér líður best,  og byrjaði á smá sjálfskönnun.

kona2

Hér eru 13 ástæður fyrir því að konur ættu að fróa sér sjálfar:

1. Gerir þig glaðari
,,Við vitum að ánægja bætir geðið” segir Streicher. Það er svo einfalt. Við fullnægingu losna hormónin dópamín og oxytocin sem bæta geð þitt og koma þér í náttúrulega gleðivímu. Hver þarf á lyfjum að halda þegar þú getur framkallað þetta sjálf?

2. Þér líður betur með líkama þinn
Líkaminn þinn ætti að vera þinn allra besti vinur – hann er eitt af fáum hlutum, sem þú þarft að hanga með allt þitt líf. Og hluti af því að sættast við líkama þinn er að kanna möguleika hans. ,,Það er ótrúlega mikilvægt að konur finni til sjálfstrausts með líkamsgerð sína og líffæri og viti hvernig þær eigi að láta sér líða vel,” segir Streicher. Tími til kominn að henda frá sér bókinni stelpu.

3. Þetta getur bætt kynlíf þitt
Með sjálfsfróun kannarðu langanir þínar og finnur út hvað þér finnst best. Ef þú þekkir líkama þinn á þennan hátt færðu meira sjálfstraust í rúminu og verður meira samstíga maka þínum. Þegar þú hefur fundið út hvað þér finnst gott, geturðu sagt makanum hvar þér finnst best að láta snerta þig.

4. Þetta hjálpar þér að sofa vel
Það er ástæða fyrir því að við verðum svona syfjuð eftir að tærnar okkar eru búnar að vefja sig utan um aðrar sætar tásur: Fullnægingar losa um tilfinningalega og líkamlega spennuhnúta og gera líkamann örmagna, sem gerir það að verkum að þú sofnar mun fyrr. ,,Almennt sefur fólk betur eftir að það fær fullnægingu og yfirleitt er það af því að það nær slökun og er svo ánægt,” segir Streicher. Sjálfsfróun hjálpar fólki að sofna líkt og það að lesa í góðri bók fyrir svefninn – þú ert róleg og slök á eftir.

 5. Þetta er góð leið til að losa um kynferðislega spennu
Ef þú hefur kosið þér að sofa ekki hjá eða ert bara að upplifa eitthvað einmana tímabil er sjálfsfróun góð til að svara kynhvöt þinni.

6. Sjálfsfróun getur linað verki og deyft tíðaverki
,,Ef þú færð samdrætti í legi þegar þú örvast og legsamdráttur, hjálpar blóðflæðinu að komast fyrr út í tíðahringnum,… þá hjálpar það fræðilega á móti krömpunum, sem valda tíðaverkjum,” segir Streicher. Hún varaði þó við að það vanti rannsóknir til að staðfesta þennan grun, hún segir samt að það þurfi alls ekki að sleppa því að fróa sér á meðan á blæðingum stendur: “Það kemur sér aldrei illa og ef það hjálpa þér, þá láttu vaða”, það er hvort sem er mun skemmtilegra en að nota hitapoka.

7. Losar um streitu
,,Allt sem lætur þig slaka á og slökkva á þér í lok dags, hvort sem þú ferð í jóga eða færð fótanudd, þetta er allt sama tóbakið,” segir Streicher. ,,Það þarf ekki allt að hafa með kynörvun að gera en kynlíf og sjálfsörvun er samt sem áður greinilega góð leið til að losa um streitu.” Hljómar sem ótrúleg leið til að losa um stress.

8. Sjálfsfróun hjálpar líkama þínum að viðhalda kynþokka sínum … líka þegar ekki er um kynmök að ræða
,,Ef þú ert á milli kærasta þá eru margir góðir kostir við það að stunda sjálfsörvun — ekki bara til að viðhalda færni vöðvanna heilsu, heldur til að halda blóðflæðinu jafn góðu og reglulegu, og bara svo heilinn verði ekki þreyttur og sorgmæddur,” segir Streiher. ,,Við vitum að kynhvötin og örvun á sér uppruna í heilaberkinum. Eftir því sem þú stundar meira kynlíf, því meira kynlíf þarftu því þú ferð að hugsa meira um það. Ef þú veist um einhvern sem hefur ekki stundað kynlíf í langan tíma, þá er það þannig að löngunin getur dofnað.”

9. Það er til fullt af flottum hjálpartækjum til að hjálpa þér við sjálfsfróun
Allt frá handfrjálsum gervilimum til örvandi rafknúna varaboxa, það er hægt að finna rétt hlutinn fyrir hverja konu.

10. Ef þú ert í sambandi er þetta góð leið til tilbreytni og til að viðhalda eða endurvekja áhuga þinn
Streicher sagði einmitt eftir því sem þú lifir meira kynlífi því meira kynlíf þarftu að fá. Því fylgir að eftir því sem þú stundar oftar sjálfsfróun og þér fer að líða vel með og í þínum eigin líkama því meiri löngun færðu að eiga gott kynlíf með maka þínum. ,,Við vitum að sjálfsörvun mun örva þann hluta heilans sem eflir og heldur kynhvöt þinni lifandi,” segir hún.

11. Rað-fullnægingar
Þegar þú kynnist líkama þínum betur veistu hvernig á að koma honum betur til. Einu sinni, tvisvar, þrisvar… eins oft og þú vilt! Hápunkturinn markar oft endalok kynlífssenunnar hjá karlinum en konur geta haldið áfram. Af hverju ættirðu að hætta eftir fyrstu fullnæginguna?

12. Engir ókostir
Sjálfsfróun hefur nákvæmlega ,,engar neikvæðar hliðarverkanir” segir Streicher. ,,Ekkert slæmt getur hlotist af sjálfsfróun – þú getur ekki smitast af neinu, þú verður ekki ófrísk, þú verður ekki veik. Þetta er besta leiðin til að upplifa vellíðan og fullkomnun sem hægt er að finna, með engar neikvæðar hliðarverkanir.”

13. Er bara svo fjári gott
Þarfnast engra útskýringa. Finnið smá tíma í vikuplaninu fyrir smá ég og mig og mér stund.