FréttanetiðFólk

Þessi kona er 110 ára og veit lykilinn að langlífi…nefnilega BJÓR

New Jersey-búinn Agnes Fenton varð 110 ára á laugardaginn. Þessi hressa kona var í viðtali í tilefni dagsins og þegar hún var spurð hvernig hún færi að því að lifa svona lengi sagðist hún drekka þrjá Miller Lite-bjóra á hverjum einasta degi.

Hún segir að læknirinn sinn hafi ráðlagt henni þetta fyrir meira en sjötíu árum síðan.

„Hann sagði: Agnes, þú verður að drekka þrjá Miller High Lifes á dag,“ segir Agnes.

Agnes er hins vegar farin að borða mun minna á degi hverjum og því hafa starfsmenn á elliheimilinu sem hún býr á ráðlagt henni að minnka drykkjuna.

Agnes trúir því varla að hún hafi náð þessum háa aldri.

„Þegar ég var hundrað ára þakkaði ég Guði fyrir að ég væri enn hér. Og ég þakka honum á hverjum morgni.“