FréttanetiðHeilsa

10 fæðutegundir sem þú skalt ALLS EKKI geyma í ísskáp – MYNDIR

Vissir þú til dæmis að tómatar missa allt bragð ef þeir eru geymdir í ísskáp?

1
 1. Laukur
Rakinn í ísskápnum gerir laukinn mjúkan og hann getur myglast. Geymdu hann á köldum þurrum stað. Geymdu hann samt ekki nálægt kartöflum, kartöflur og laukur eyðileggjast bæði hraðar, ef geymt saman.
2
 2. Kaffi
Kaffibaunir eða mjöl geymt í ísskáp tekur bragðið úr kaffinu og það tekur jafnvel til sín bragð úr öðrum nærliggjandi afurðum. Geymið stærri pakkningar í frysti, og minni á köldum, myrkum stað.
3
 3.Ólífuolía
Ef ólífuolía er geymd í ísskáp verður hún þétt og smjörkennd.
4
4. Basilíka
Það er betra að setja basilíku í glas af vatni líkt og blómvönd. Hún rotnar hraðar í ísskáp og tekur í sig lykt frá öðrum fæðutegundum.

5
5. Hunang
Hunang helst gott nánast að eilífu ef það er í vel lokuðu íláti, svo það er ónauðsynlegt að geyma það í ísskáp.
6
6. Hvítlaukur
Hvítlaukurinn mun byrja að spíra í ísskápnum. Hann verður líka stamur viðkomu og myglaður svo betra er að geyma hann á þurrum stað.

7
7. Brauð
Ísskápurinn þurrkar upp brauðið. Ef þetta er ekki niðursneitt samlokubrauð, sem þú hyggst nota á allra næstu dögum geymdu það þá á borðinu eða í frysti.
8
8. Avókadó/lárpera
Ef þú ert að reyna að fá þroskaða lárperu skaltu alls ekki geyma hana í ísskáp. Þær sem eru vel þroskaðar og á ekki að nota strax mega fara í ísskápinn.

9
9. Kartöflur
Það gerir kartöflurnar sætar og harðar að geyma þær í ísskápnum, þar sem kuldinn breytir sterkjunni hraðar í sykrur. Þess í stað er best að geyma þær í pappírspoka á svölum en ekki köldum stað.
9a
10. Tómatar
Tómatar missa allt bragð í ísskápnum af því kalt loftið stöðvar þroskunarferli þeirra. Geymsla í ísskáp breytir líka áferð þeirra.